Mikil framþróun í brjóstaaðgerðum um þessar mundir

Kristján Skúli Ásgeirsson.
Kristján Skúli Ásgeirsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi fræði hafa þróast heilmikið að undanförnu. Við erum farin að skilja betur áhættuna sem fylgir ákveðnum stökkbreytingum, ekki bara BRCA heldur í öðrum genum líka,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir. Kristján er í forsvari fyrir alþjóðlegt þing um BRCA og brjóstakrabbamein sem hefst í Klíníkinni í Ármúla í dag.

Á þinginu verður fjallað um rannsóknir, ráðgjöf, eftirlit og áhættuminnkandi skurðaðgerðir á konum sem eru í mikilli hættu á að fá brjóstakrabbamein, til að mynda konur með stökkbreytingar í BRCA2-genum. Fjöldi þekktra vísindamanna á þessu sviði sækir þingið.

„Markmiðið er að fá saman helstu sérfræðinga á þessu sviði, fólk sem hefur sérhæft sig í að fjalla um konur sem eru í mikilli áhættu að fá brjóstakrabbamein, konur sem eru með stökkbreytingar í genum eins og til dæmis BRCA,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag.

„Það er heilmikið vísindastarf í gangi í þessum fræðum. Nú er umræða um það hvernig á að sinna eftirspurn eftir þjónustunni sem konur krefjast eftir að þær fá upplýsingar um sína áhættu. Þar eru áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir stór þáttur. Þau fræði eru á mikilli ferð. Það er mikil framþróun í því hvernig þessar aðgerðir eru gerðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka