Dómur yfir Kickstarter-bróður staðfestur

Einar Ágústsson var fundinn sekur fyrir að hafa fengið fjóra …
Einar Ágústsson var fundinn sekur fyrir að hafa fengið fjóra ein­stak­linga og fé­lag til þess að greiða sér sam­tals 74 millj­ón­ir króna sem áttu að renna inn í fjár­fest­inga­fé­lag í Banda­ríkj­un­um. Mbl.is/Styrmir Kári

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­ness yfir Einari Ágústssyni sem var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum og dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi.

Einar, annar af hinum svonefndu Kickstarter-bræðrum, var fundinn sekur fyrir að hafa fengið fjóra ein­stak­linga og fé­lag til þess að greiða sér sam­tals 74 millj­ón­ir króna sem áttu að renna inn í fjár­fest­inga­fé­lag í Banda­ríkj­un­um. Pen­ing­ana nýtti hann hins veg­ar sam­kvæmt ákæru í eig­in þágu.

Í dómnum kemur fram að Einar ætti sér engar málsbætur, brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð“ og staðið yfir í langan tíma, eða rúmlega tvö ár.

Þrota­bú fé­lags­ins Skaj­aquoda ehf., sem Ein­ar stýrði, var enn frem­ur dæmt til þess að þola upp­töku á 74 millj­ón­um króna sem nýtt­ar verða til þess að greiða miska­bæt­ur.

Hópfjármögnun og trúfélag

Einar og bróðir hans, Ágúst Arnar, hófu safnanir fyrir nýsköpunarverkefni á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Þegar um tuttugu milljónir króna höfðu safnast í einni söfnuninni var henni lokað, um svipað leyti og bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara.

Bræðurnir stofnuðu einnig trúfélagið Zuism hef­ur hlotið ansi mikla at­hygli und­an­far­in ár, og þá sér­stak­lega fyr­ir það lof­orð að end­ur­greiða meðlim­um sókn­ar­gjöld­in. Eft­ir nokkr­ar taf­ir greiddi Fjár­sýsla rík­is­ins trú­fé­lag­inu 53 millj­ón­ir króna í októ­ber í fyrra sem haldið hafði verið eft­ir frá því í fe­brú­ar vegna deilna um það hver færi með stjórn fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert