Hækkaður styrkur svifryks á Akureyri

Myndin er tekin nú í vikunni þegar mikið svifryk lá …
Myndin er tekin nú í vikunni þegar mikið svifryk lá yfir Akureyri. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Auk­inn styrk­ur svifryks hef­ur und­an­farið mælst á loft­gæðamælistöð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Um­hverf­is­stofn­un­ar sem staðsett er við Strand­götu á móts við Hof. Mik­il um­ferð á Ak­ur­eyri er meg­in­or­sök svifryks­meng­un­ar­inn­ar í bæn­um.

Um­hverf­is­stofn­un grein­ir frá þessu og seg­ir að svifryks­meng­un sé venju­lega mest í ná­grenni við mikl­ar um­ferðargöt­ur en bú­ast megi við minni meng­un í íbúðahverf­um fjær mestu um­ferðargöt­un­um. Svifryks­meng­un auk­ist mikið þegar vegyf­ir­borð þorn­ar að vetri til og göt­ur séu ryk­ug­ar eft­ir hálku­varn­ir með malar­efn­um og gatnaslit af völd­um nagla­dekkja. Sveifl­ur inn­an hvers dags fylgja álags­tím­um í um­ferðinni.

Fólk sem er viðkvæmt í önd­un­ar­fær­um get­ur fundið fyr­ir óþæg­ind­um

„Þegar svona er ástatt get­ur fólk sem er viðkvæmt í önd­un­ar­fær­um fundið fyr­ir óþæg­ind­um. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungna­sjúk­dóma viðkvæm­ara fyr­ir svifryki og fólk með ast­ma get­ur fundið fyr­ir aukn­um ein­kenn­um.

Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mik­illi lík­am­legri áreynslu í ná­grenni við mikl­ar um­ferðargöt­ur þegar styrk­ur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlaup­ar­ar velji sér leið fjær mestu um­ferðargöt­un­um,“ seg­ir Um­hverf­is­stofn­un.

Þriðju­dag­ur­inn vel yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um

Þá seg­ir stofn­un­in, að heilsu­vernd­ar­mörk svifryks séu miðuð við meðaltal hvers sól­ar­hrings þar sem mörk eru 50 µg/​m3 að meðaltali í heil­an sól­ar­hring. Sól­ar­hringsmeðaltal þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber  var 119 µg/​m3 og var dag­ur­inn því vel yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um.

„Sól­ar­hringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörk­in oft­ar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dag­ur­inn sem mæl­ist yfir mörk­um síðan stöðin var sett upp við Strand­götu um miðan fe­brú­ar á þessu ári. Fram að því hafði stöðin verið staðsett við Tryggvabraut. Regl­ur um heilsu­vernd­ar­mörk­in taka hins veg­ar ekki á því hversu mikið er farið yfir mörk­in. Ljóst er að háir svifryk­stopp­ar sem fara langt yfir mörk­in hafa meiri áhrif á heilsu fólks en topp­ar sem fara rétt rúm­lega yfir mörk­in. Óvenju­há gildi hafa verið að mæl­ast frá miðjum októ­ber. Hæsta ein­staka klukku­tímameðaltalið sem hef­ur mælst við Strand­götu það sem ef er þess­um vetri er 455 µg/​m3. Ekki eru nein heilsu­vernd­ar­mörk í gildi fyr­ir hvern klukku­tíma, aðeins fyr­ir meðaltal sól­ar­hrings­ins,“ seg­ir UST.

Mik­il um­ferð meg­in­or­sök meng­un­ar

„Mik­il um­ferð á Ak­ur­eyri er meg­in­or­sök svifryks­meng­un­ar­inn­ar í bæn­um. Er þörf á að nota heim­il­is­bíl­inn alltaf til allra er­inda? Frítt er í strætó á Ak­ur­eyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litl­um bæ búa marg­ir í göngu- eða hjóla­færi við sinn vinnustað eða skóla.

Ef veður­spá næstu daga geng­ur eft­ir gæti áfram orðið hár styrk­ur svifryks í bæn­um. Full ástæða er til að vara við hugs­an­leg­um áhrif­um svifryks­ins á heilsu fólks. Sú spurn­ing er áleit­in hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvar­an­ir til íbúa á Ak­ur­eyri þegar mik­il svifryks­meng­un mæl­ist, líkt og gert er í Reykja­vík,“ seg­ir enn frem­ur.

Unnið að aðgerðaáætl­un til að draga úr loft­meng­un

Þá er tekið fram að það sé á ábyrgð Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands eystra að vinna aðgerðaáætl­un til að draga úr loft­meng­un.

Full­trú­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar, Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Heil­brigðis­eft­ir­lit Norður­lands eystra hafa fundað und­an­farið og er unnið að aðgerðaáætl­un ásamt Vega­gerðinni. Stofnaður hef­ur verið vinnu­hóp­ur og skipa hann full­trú­ar frá Ak­ur­eyr­ar­bæ, Heil­brigðis­eft­ir­liti Norður­lands eystra og Vega­gerðinni. Hóp­ur­inn skipu­legg­ur nú aðgerðir til að draga úr svifryks­meng­un í bæn­um.

Ljóst er að verklag við hálku­varn­ir veg­ur þungt í or­sök svifryks á Ak­ur­eyri. Vet­ur­inn 2017-2018 var dreift tæp­lega 1.100 tonn­um af malar­efni á göt­ur bæj­ar­ins til hálku­varna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert