Heilsugæslan er í örri þróun

Það er markmiðið að sinna öllum sem til okkar leita …
Það er markmiðið að sinna öllum sem til okkar leita og vinna með öll verkefni þannig að fólk fái úrlausn síns vanda, segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/​Hari

„Á síðustu misserum höfum við bryddað upp á ýmsum nýjungum í starfseminni hér þannig að við getum komið betur en ella til móts við fólk í nærumhverfi þess, gert þjónustuna skilvirkari, dregið úr álagi á sjúkrahúsin og nýtt fjárveitingar sem best. Heilsugæslan er í örri þróun um þessar mundir,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Komur á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem eru alls nítján, voru á síðasta ári 488.193 talsins auk margvíslegrar þjónustu annarrar sem veitt er í gegnum síma, netið eða með öðrum móti. Heimsóknum fjölgaði um 4% milli áranna 2016 til 2017. Kemur þar meðal annars íbúafjölgun og eins að fólki er í vaxandi mæli beint til heilsugæslunnar enda er oft betra að sinna málunum þar en á sjúkrahúsi. Í dag hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu úr 7,5 milljörðum króna að spila á ári hverju og hafa fjárveitingarnar verið auknar talsvert síðustu ár.

„Á hverri heilsugæslustöð erum við alltaf með einn lækni og hjúkrunarfræðing sem aðeins sinna bráðamálum. Gjarnan koma um 50 sjúklingar á dag á neyðarvaktina á hverri stöð og þá er útkoman 1.000 manns á dag. Oft eru þetta til dæmis foreldrar með veik börn, almenn slys eins og tognanir og sár eftir áverka, pestir og slíkt. Reynslan hefur sýnt að 95% þessara verkefna getum við sinnt á bráðavakt okkar og við sendum þá sem við ráðum ekki við áfram eftir þörfum. Þannig þarf fólk ekki að leita annað,“ segir Óskar.

Sjá viðtal við Óskar Reykdalsson um heilsugæsluna í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert