Fyrirmælafalsarar herja einnig á foreldrafélög

Við Breiðholtsskóla.
Við Breiðholtsskóla. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Svikahrapparnir sem herja á íþrótta- og ungmennafélög og hafa náð einhverjum fjármunum í gegnum erlenda bankareikninga beina spjótum sínum einnig að foreldrafélögum grunnskóla.

Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, er að safna upplýsingum hjá félögunum, vara þau við og móta tillögur að nýjum verklagsreglum.

Samkvæmt upplýsingum frá formanni foreldrafélags Breiðholtsskóla, Önnu Sif Jónsdóttur, sendu svikararnir tölvubréf til fyrrverandi gjaldkera félagsins í hennar nafni með beiðni um að millifæra upphæð sem svarar til tæplega 700 þúsund króna til viðtakanda í Þýskalandi. Gjaldkerinn áttaði sig á því að ekki var allt með felldu, enda sjaldan sem foreldrafélög greiða erlenda reikninga, og lét formann vita, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Anna hélt fyrst að brotist hefði verið inn í tölvupóstinn hennar en svo reyndist ekki vera. Þrjótarnir gátu látið póstinn líta út eins og hún væri að senda hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert