Lýsa áhyggjum af þróun í Vatnsmýri

Rannsóknir á vatnafari hafa staðið yfir á Vatnsmýrarsvæðinu frá 2014.
Rannsóknir á vatnafari hafa staðið yfir á Vatnsmýrarsvæðinu frá 2014. mbl.is/​Hari

„Það er full ástæða til að fylgjast áfram með þróun mála meðan á þessum framkvæmdum stendur og sjá hvernig kerfið mun verða í framhaldinu. Það er ekki búið að ganga frá þessum svæðum og of snemmt að segja til um endanleg áhrif á þeim,“ segir Sveinn Óli Pálmarsson, umhverfis- og vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Vatnaskilum.

Sveinn Óli kom á fund skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudag og greindi frá rannsóknum á vatnafari á Vatnsmýrarsvæðinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ráðinu höfðu óskað eftir kynningu á því hvaða áhrif enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykjavíkurtjörn.

Sveinn Óli segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að það sé yfirlýst markmið borgarinnar að viðhalda tjarnarkerfinu í Vatnsmýri. Umrædd rannsókn sé í samræmi við þau markmið en hún hefur staðið yfir frá því árið 2014. Eins og kunnugt er hefur mikil uppbygging átt sér stað í Vatnsmýri undanfarin ár. Þar hafa risið hús Íslenskrar erfðagreiningar, Askja og Stúdentagarðar auk húss Alvogen. Þá standa nú yfir miklar framkvæmdir á Hlíðarendalandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert