Ótrúlega margar auglýsingar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Hari

Sameiginlegt verkefni okkar er að takast á við alla þessa óþarfa neyslu, með öllum þeim umhverfisáhrifum sem henni fylgja,“ skrifar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra í tilefni af svörtum föstudegi.

Guðmundi þótti auglýsingarnar vegna dagsins í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, þar sem vörur eiga að vera á tilboði, margar en niðurstaðan kom honum engu að síður á óvart; þær voru fleiri en 60.

Margir eiga án efa eftir að gera kostakaup í dag á hlutum sem þá sannarlega vantar. Sem er hið besta mál. En það verður líka hellingur keyptur í dag af alls kyns óþarfa; hlutum sem við þurfum ekki á að halda, hefðum ekki annars keypt og notum ef til vill ekki nema nokkrum sinnum (eða aldrei),“ skrifar Guðmundur.

Hann benti á að fjölmargir hafi fjallað um sóun og óþarfa neyslu í blöðum og á samfélagsmiðlum. „Það er algjörlega frábært að verða vitni að þeirri miklu vitundarvakningu sem orðið hefur hér á landi.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert