Tóbaksreykingar hvergi minni en hér

Reykingar eru hvergi minni í Evrópu en á Íslandi.
Reykingar eru hvergi minni í Evrópu en á Íslandi.

Hvergi í Evrópu eru daglegar tóbaksreykingar minni en á Íslandi. 9,7% fullorðinna reykja hér á landi og hefur hlutfallið minnkað frá í fyrra þegar 10,2% Íslendinga reyktu daglega.

Ekkert annað land er komið undir tíu prósenta markið í daglegum tóbaksreykingum. Þetta er meðal þess er kemur fram í samanburði OECD á heilbrigðismálum í Evrópulöndum, Health at a Glance: Europe 2018, sem birtur var í gær.

Áfengisneysla er aftur á móti útbreidd og fer vaxandi hér á landi. Neyttu fullorðnir Íslendingar að jafnaði 7,5 lítra af hreinum vínanda árið 2016 en 6,3 lítra af áfengi þremur árum fyrr.

Að meðaltali neytir hver íbúi í aðildarríkjum ESB 9,8 lítra af hreinu alkóhóli á ári. Fram kemur að Íslendingar eru almennt heilsuhraustir og telja 76% Íslendinga, 16 ára og eldri, sig vera við góða heilsu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka