Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar jarðskjálfta af stærðinni 3,3 sem varð um fjóra kílómetra norður af Bláfjallaskála rétt fyrir hádegið.
„Stærsti eftirskjálftinn varð 2,9 af stærð og þeir halda áfram að koma inn,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Auk þess barst tilkynning frá Hellu.
„Það er mjög mikið af sprungum á svæðinu og það verða ágætlega stórir skjálftar þarna. Þessi er reyndar einn af þeim stærstu sem hafa mælst alveg við Bláfjöll en þetta er ekkert óeðlilegt,“ segir Elísabet