Engin breyting á sölu skotelda þrátt fyrir loftmengun

Flugeldar yfir Kópavog og Reykjavík um áramót.
Flugeldar yfir Kópavog og Reykjavík um áramót. mbl.is/​Hari

„Það hefur ekki verið gerð nein breyting á reglugerð um skotelda. Innflutningur og sala verður því með hefðbundnu sniði,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, við Morgunblaðið, og bendir á að flestir skoteldar sem seldir verða um komandi áramót séu þegar komnir til landsins.

Á fyrri hluta þessa árs var mjög fjallað um þá miklu loftmengun sem lagðist yfir allt höfuðborgarsvæðið um síðastliðin áramót. Sýndu niðurstöður rannsókna m.a. að svifryk hefði mælst afar hátt um áramótin og var stór hluti þess mjög fínn, það var málmríkt, kolefnisríkt, brennisteinsríkt og klórríkt. Slík mengun er sögð afar varasöm fólki.

Í viðtali við Morgunblaðið í apríl síðastliðnum sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mengunina áhyggjuefni og ekki ásættanlega. „Við verðum vitanlega að bregðast við,“ sagði ráðherrann í áðurnefndu viðtali.

Jón Svanberg segir reglugerð um skotelda kveða á um að halda skuli fund með innflytjendum skotelda fyrir lok febrúar ár hvert um mögulegar breytingar á sölu. Slíkt var ekki gert og því verður fyrirkomulag óbreytt í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert