Jarðskjálfti við Bláfjöll

Græna stjarnan á kortinu sýnir var skjálftinn varð nú fyrir …
Græna stjarnan á kortinu sýnir var skjálftinn varð nú fyrir hádegi. Hann fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð um fjóra km norður af Bláfjallaskálla kl. 11:44 í dag.

Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. 

Tveir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Þetta er virkt sprungusvæði og því þekkt jarðskjálftarsvæði, að því er veðurstofan greinir frá í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert