Lifandi vatnadýr til sýnis í Perlunni

Vatnskötturinn risavaxni er stækkaður tuttugufalt á sýningunni en líkanið er …
Vatnskötturinn risavaxni er stækkaður tuttugufalt á sýningunni en líkanið er 4 metrar á lengd.

Eftir eins og hálfs árs undirbúning opnar Náttúruminjasafn Íslands sýninguna Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni. Um er að ræða fyrstu stóru sýninguna sem Náttúruminjasafninu er gert kleift að hanna og setja upp á eigin vegum frá því að safnið var sett á laggirnar árið 2007.

Opnunin verður í Perlunni þann 1. desember næstkomandi, á hundrað ára fullveldisafmælisdegi Íslands.

Opnunin er liður í hátíðarhöldum vegna þessa en á meðal gesta auk Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem fer með málefni safnsins, verður forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins að lengi hafi verið kallað eftir aðstöðu fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum og markar því sýningin mikil tímamót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert