Sauðnaut á Austurvelli

Sauðnaut á Austurvelli
Sauðnaut á Austurvelli Ljósmynd/Magnús Ólafsson

Sum­arið 1929 var hald­in óvenju­leg sýn­ing á Aust­ur­velli en þar voru í fjóra heila daga sam­an komn­ir sjö sauðnaut­skálf­ar sem flutt­ir höfðu verið til lands­ins með mótor­bátn­um Gottu VE 108.

Fólk dreif víða að til að berja fyr­ir­brigðin aug­um enda höfðu fáir Íslend­ing­ar séð sauðnaut á þess­um tíma. Grip­un­um var lítið um at­hygl­ina gefið og reyndu af veik­um mætti, svo sem eðlið bauð þeim, að mynda varn­ar­vegg.

Gotta hélt í mikla æv­in­týra­för til aust­ur­strand­ar Græn­lands tæp­um tveim­ur mánuðum áður í því augnamiði að fanga nokk­ur sauðnaut sem orðið gætu fyrsti vís­ir að slíkri rækt­un hér á landi, en af þessu herm­ir Hall­dór Svavars­son í nýrri bók, Græn­lands­för Gottu.

Fljót­lega kom í ljós að fjar­skipta­tæki báts­ins virkuðu ekki og fyr­ir vikið spurðist ekk­ert til ell­efu manna áhafn­ar í um mánuð, eða þangað til Gotta rakst á danskt skip úti fyr­ir aust­ur­strönd Græn­lands. Sendi það loft­skeyti til Íslands sem birt var í Morg­un­blaðinu sem keypt hafði einka­leyfi á frétta­flutn­ingi af ferðinni. Vísi til nokk­urs ama.

Gottu­menn lentu í ýms­um hremm­ing­um á leiðinni, bát­ur­inn klemmd­ist til að mynda á milli ís­jaka skammt frá Græn­landi og varð síðar inn­lyksa í lóni sem mynd­ast hafði inn­an um ís­inn. Þá felldi áhöfn­in ell­efu hvíta­birni og fjöl­mörg full­vax­in sauðnaut en þegar á hólm­inn var komið áttuðu menn sig á því að þeir réðu ekk­ert við þessi 400 kg flikki. Til að kom­ast að kálf­un­um þurfti að fella full­orðnu dýr­in sem slógu skjald­borg um af­kvæmi sín. Kálfarn­ir sjö komust alla leið til lands­ins en týndu einn af öðrum töl­unni um haustið, að því er virðist af ýms­um ástæðum. Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sem út kem­ur í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert