Svíkja út hundruð milljóna

Glæpamennirnir sitja við tölvu í öruggri fjarlægð og herja á …
Glæpamennirnir sitja við tölvu í öruggri fjarlægð og herja á fyrirtæki. Thinkstock.com

Áætla má að þrjót­um sem senda fölsk fyr­ir­mæli frá stjórn­end­um fyr­ir­tækja og fé­laga um greiðslur inn á er­lenda reikn­inga tak­ist að svíkja út hundruð millj­óna króna í ár. Bönk­un­um tekst að stöðva eða end­ur­heimta nærri jafn­háa fjár­hæð áður en glæpa­menn ná pen­ing­un­um.

Þá eru ótal­in þau svik sem aldrei eru til­kynnt en þau eru tal­in veru­leg, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag. Hrina svo­kallaðra stjórn­enda­svika eða fyr­ir­mælafals­ana virðist ríða hér yfir. Komið hef­ur fram að hún bein­ist nú að íþrótta­fé­lög­um, for­eldra­fé­lög­um grunn­skóla og fleiri fé­lög­um en fyr­ir­tæki eru alltaf vin­sæll skot­spónn slíkra svika.

Lög­regl­an og bank­arn­ir segja að besta leiðin til þess að koma í veg fyr­ir þessi svik sé að gjald­keri sem fær skila­boð í tölvu­pósti um óvana­leg­ar greiðslur til út­landa hringi í yf­ir­mann­inn eða fari til hans til að at­huga hvort fyr­ir­mæl­in séu raun­veru­lega frá hon­um.

Hægt er að stöðva greiðslurn­ar ef hratt er brugðist við en sjaldn­ast er hægt að end­ur­heimta féð ef það er komið á reikn­inga er­lend­is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert