Sigrún Sif leiðir Ljósagöngu UN Women

Harpa verður lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit, sem er tákn­rænn …
Harpa verður lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beld­is. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljósa­ganga UN Women fer fram í dag á alþjóðleg­um bar­áttu­degi Sam­einuðu þjóðanna gegn kyn­bundnu of­beldi. Dag­ur­inn mark­ar upp­haf 16 daga átaks gegn kyn­bundnu of­beldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum fé­laga­sam­tök­um hér á landi eru í for­svari fyr­ir.

Yf­ir­skrift Ljósa­göng­unn­ar í ár er #hear­met­oo. Sigrún Sif Jó­els­dótt­ir leiðir göng­una ásamt Olgu Ólafs­dótt­ur, Hjör­dísi Svan og Hildi Björk Hörpu­dótt­ir sem all­ar hafa bar­ist gegn of­beldi á kon­um og börn­um.

Gang­an hefst klukk­an 17 á Arn­ar­hóli við styttu Ing­ólfs Arn­ar­son­ar og gengið verður suður Lækj­ar­götu, upp Amt­manns­stíg að Bríet­ar­torgi. Harpa verður lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beld­is. Á Bríet­ar­torgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Skóla­kór Kárs­ness flyt­ur nokk­ur lög, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá UN Women á Íslandi.

„Á und­an­förn­um árum hafa radd­ir þolenda kyn­ferðisof­beld­is og aðgerðarsinna gegn kyn­bundnu of­beldi fengið hljóm­grunn í gegn­um bylt­ing­ar á borð við #met­oo og #timesup. Í Ljósa­göng­unni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjöl­mörgu hug­rökku radd­ir sem ljáð hafa bylt­ing­unni reynslu sína og frá­sagn­ir en einnig þær kon­ur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um mis­réttið sem þær eru beitt­ar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði.

Sigrún Sif Jó­els­dótt­ir leiðir göng­una ásamt Olgu Ólafs­dótt­ur, Hjör­dísi Svan og Hildi Björk Hörpu­dótt­ir sem all­ar hafa bar­ist gegn of­beldi á kon­um og börn­um. Sigrún Sif flyt­ur hug­vekju en hún tók þátt í her­ferð UN Women á Íslandi Kyn­bundið of­beldi er nær en þú held­ur. Í mynd­bandi her­ferðar­inn­ar sem fór eins og eld­ur um sinu net­heima kom Sigrún ekki fram und­ir nafni en lánaði her­ferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að und­ir­strika þau skila­boð að kyn­bundið of­beldi er nær en þú held­ur. Sigrún Sif Jó­els­dótt­ir er jafn­framt ein kvenn­anna í hópn­um met­oo fjöl­skyldu­tengsl og mun leiða Ljósa­göngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjör­dísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kyn­bundið of­beldi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert