Hestamenn á nýjum slóðum

Opnun. Lengst til vinstri er Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, þá …
Opnun. Lengst til vinstri er Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, þá Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður hestamannafélagsins. Knapinn í baksýn er Halldór Halldórsson, formaður reiðveganefndar Spretts. mbl.is/Árni Sæberg

„Með þess­um nýja reiðvegi opn­ast okk­ur hesta­mönn­um al­veg nýj­ar slóðir í Heiðmörk­inni. Raun­ar má segja að þetta sé góð viðbót, því víða um skóg­rækt­ar­svæðið liggja slóðir og braut­ir sem gam­an er að feta í lengri og skemmri út­reiðartúr­um,“ seg­ir Svein­björn Svein­björns­son, formaður Hesta­manna­fé­lags­ins Spretts.

Á veg­um Spretts hef­ur að und­an­förnu verið unnið að gerð nýs reiðveg­ar um svo­nefnda Grunnu­vatna­leið í Heiðmörk; það er svæðið sem er norðan og aust­an við Víf­ilsstaðavatn. Þetta er sömu­leiðis í ná­grenni Kjóa­valla, þar sem er hest­húsa­byggð fé­lags­manna í Spretti. Reiðveg­ur­inn nýi var svo opnaður form­lega í síðustu viku við at­höfn, þar sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra – og þess utan hestamaður og dýra­lækn­ir – klippti á borða og óskaði fólki góðrar ferðar.

Hesta­manna­fé­lagið Sprett­ur var stofnað 2012 með sam­ein­ingu Gusts í Kópa­vogi og And­vara í Garðabæ. Aðstaða fé­lags­ins er á landa­mær­um þess­ara tveggja bæj­ar­fé­laga og inn­an þeirra beggja. Á und­an­förn­um árum hef­ur verið unnið að marg­vís­legri upp­bygg­ingu á fé­lags­svæðinu og seg­ir Svein­björn reiðvega­gerðina hluta af þeim pakka.

Sjá sam­tal við Svein­björn í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert