Áforma 64 herbergja gistiheimili í Skipholti

Skipholt 29a er til hægri. Áformað er að byggja ofan …
Skipholt 29a er til hægri. Áformað er að byggja ofan á Skipholt 29. Hverfið er í endurnýjun. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestar áforma allt að 64 herbergja gistiheimili í sambyggðum húsum í Skipholti í Reykjavík. Í fyrsta lagi 18 herbergi í nýbyggingu í Skipholti 29a, sem er langt komin í byggingu. Í öðru lagi 20 herbergi í samtengdu bakhúsi í Skipholti 29.

Við þetta munu bætast 6 herbergi í nýrri hæð ofan á bakhúsið, samtals 44 herbergi. Í þriðja lagi eru hugmyndir um 18-20 herbergi í Skipholti 29, þ.e. framhúsinu sem snýr að götunni. Með því væru herbergin 62-64. Það yrði meðalstórt hótel á mælikvarða miðborgarinnar.

Við hlið hússins, í Skipholti 27, er nú rekið Hótel Brim. Alls 35 herbergi eru á hótelinu. Innan tíðar gætu því verið alls um 100 herbergi í Skipholti 27, 29 og 29a. Það er t.d. álíka fjöldi og á Hótel Skugga á Hverfisgötu, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert