Mesta þörfin er fyrir nýrnagjafa

Líffæragjafir breyta oftast lífi líffæraþega til hins betra.
Líffæragjafir breyta oftast lífi líffæraþega til hins betra. mbl.is/Árni Torfason

„Það eru meiri lífsgæði fyrir fólk með nýrnabilun að fá gjafanýra í stað þess að þurfa að fara í blóðskilun. En því miður erum við oft of fá á Íslandi til þess að finna rétta nýrnagjafa þegar á þarf að halda.“

Þetta segir Jóhann Jónsson læknir sem unnið hefur við líffæraígræðslur í 30 ár í Bandaríkjunum en er nýkominn heim og hefur nú yfirumsjón með ígræðslulækningum á Landspítalanum.

Í umfjöllun um líffæragjafir í Morgunblaðinu í dag segir Jóhann að mest sé þörfin á nýrnagjöfum, þar á eftir komi lifur, hjarta, lungu og bris. Jóhann segir að margt þurfi að ganga upp þegar leitað sé eftir nýrnagjafa.

„Blóðflokkar nýrnagjafa og nýrnaþega þurfa að passa saman en það er ekki nóg. Stundum hafa nýrnaþegar mótefni gagnvart hugsanlegum gjöfum og oftar eru það konur og geta þá myndað mótefni gagnvart öðrum manneskjum. Sama getur einnig gerst við blóðgjafir að sá sem fær blóð myndi með sér mótefni gegn öðrum einstaklingum,“ segir Jóhann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert