Metfjöldi bíla í pressuna

Spilliefni eru tekin úr bílunum fyrir förgun.
Spilliefni eru tekin úr bílunum fyrir förgun. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Úrvinnslu­sjóður áætl­ar að allt að 12 þúsund öku­tækj­um verði skilað til förg­un­ar í ár. Það yrði met­fjöldi. Fyrra metárið var 2017. Þá var um 9.500 öku­tækj­um skilað til förg­un­ar, sem var tæp­lega 50% aukn­ing frá ár­inu 2016.

Eft­ir efna­hags­hrunið jókst hvat­inn til að halda göml­um bíl­um leng­ur gang­andi. Með aukn­um kaup­mætti og meira fram­boði notaðra bíla, þ.m.t. bíla­leigu­bíla, virðist sem marg­ir hafi nýtt tæki­færið í ár og látið farga göml­um bíl­um.

Töl­ur Úrvinnslu­sjóðs benda til að meðal­ald­ur bíla sem fara til förg­un­ar hafi náði há­marki 2016. Guðlaug­ur G. Sverris­son, rekstr­ar­stjóri Úrvinnslu­sjóðs, seg­ir stytt­ast í að gjald sem bíla­eig­end­ur greiða fyr­ir förg­un­ina verði hækkað.

Um 245 þúsund öku­tæki voru skráð hér á landi um síðustu ára­mót. Förg­un 12 þúsund öku­tækja sam­svar­ar því 5% flot­ans, að  því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert