Vígðu nýtt alhliða íþróttahús Egilshallar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sunna Hrönn Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Egilshallar …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sunna Hrönn Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Egilshallar klipptu á borða með aðstoð iðkenda Fjölnis. Ljósmynd/Mummi Lú

Nýtt alhliða íþróttahús við Egilshöll vígt var vígt með formlegri opnunarathöfn í dag og ávörpuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins og Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis gesti við það tækifæri. Þá tók Ingó veðurguð tók lagið og farið var í boðhlaup á milli iðkenda Fjölnis.

Nýja íþróttahúsið er um 2.750 fermetrar að stærð með búnings- og geymsluaðstöðu, en með opnun þess  eru valkostir til íþróttaiðkunar í Egilshöll stórbættir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Íþróttahúsið rúmar tvo handbolta- og körfuboltavelli og fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga- og keppnisaðstöðu þar inni. Enn fremur fær Borgarholtsskóli þar aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi.

Að meðaltali heimsækja um 3.700 manns Egilshöll á hverjum degi, en þar voru fyrir knatthús, fimleikahús, skautasvell, karateaðstaða og fótboltavellir utanhúss ásamt hinni ýmsu þjónustu og afþreyingu sem starfrækt er í húsinu. 

Reginn leigir Reykjavíkurborg tíma og aðstöðu í hinu nýja húsi fyrir fjölbreytt íþróttastarf Fjölnis og fleiri félaga.

Björn Gíslason formaður Fylkis, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins, Sunna …
Björn Gíslason formaður Fylkis, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Egilshallar, Guðmundur L. Gunnarsson framkvæmdastjóri Fjölnis, Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við opnunarathöfnina í dag. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka