Aðskilja ólíka hópa sem eru í neyslu

Lindargata. Í húsinu hefur borgin rekið gistiskýli undanfarin ár fyrir …
Lindargata. Í húsinu hefur borgin rekið gistiskýli undanfarin ár fyrir karla sem eru í neyslu. Stefnt er að því að þar muni eldri hópar karla eiga athvarf. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt kauptilboð í eignina Grandagarður 1A á Granda. Húsið er 216 fermetrar og tvær hæðir. Seljandi er Sínus-fasteignir ehf.

Kaupverðið er 86.400.000 krónur. Þá heimilaði borgarráð að verja 120 milljónum til breytinga og búnaðarkaupa.

Húsnæðið verður notað sem neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karla í vímuefnaneyslu og verður framleigt til velferðarsviðs. Stefnt er að því að neyðarskýlið verði opið frá kl. 17 til klukkan 10 næsta dag og hægt verði að taka á móti 15 einstaklingum í einu. Rekstrarkostnaður er áætlaður 115 milljónir á ári, að því er fram kemur íMorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert