Áhrif á starfsmannafjölda óljós

mbl.is/Eggert

Fjór­ar farþegaþotur, sem flug­fé­lagið WOW air ákvað að fækka um í flug­flota sín­um, fóru af landi brott í gær. Þetta staðfest­ir Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi fé­lags­ins.

Fram kom í frétta­til­kynn­ingu frá WOW air í gær að fækk­un­in í flug­flot­an­um væri liður í end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri fé­lags­ins en legið hefði fyr­ir að minnka þyrfti flot­ann til þess að auka hag­kvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og há­marka arðsemi.

Spurð hvort fækk­un­in muni að sama skapi leiða til fækk­un­ar starfs­manna WOW air seg­ir Svana að það sé ekki ljóst. Hins veg­ar hafi þess­ar farþegaþotur ekki verið í mik­illi notk­un yfir vetr­ar­tím­ann. Vetr­aráætl­un­in væri tals­vert minni í sniðum miðað við sum­aráætl­un­ina.

Starfs­manna­fund­ur fór fram hjá WOW air í morg­un í höfuðstöðvum fé­lags­ins en aðspurð seg­ir Svan­hvít að ein­ung­is hafi verið um að ræða hefðbund­inn hálfs­mánaðarleg­an fund.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert