Hafísinn var kominn vel inn fyrir miðlínuna milli Íslands og Grænlands í gærmorgun og var um 40 sjómílur (74 km) norðvestur af Straumnesi, eins og sjá má á hafískorti sem eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að hafísinn næst landinu væri mjög nýlega mynduð og frekar þunn hafísbreiða.
Ingibjörg hefur fylgst með ísnum frá því að hann kom suður fyrir Scoresbysund og hefur hann breitt hratt úr sér og verið mikil nýmyndun, líklega vegna kalds yfirborðssjávar á þessum slóðum.