Skili af sér fyrir áramót

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is/​Hari

Rætt var um hús­næðismál á viðræðufundi VR og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í gær og gengu viðræðurn­ar ágæt­lega að sögn Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR. Lausn­ir í hús­næðismál­um eru þau mál sem minnst­ur ágrein­ing­ur er um á milli VR og SA.

„Við erum sam­mála um hvaða leiðir eru til lausn­ar, þannig að við fór­um bara yfir okk­ar áhersl­ur og hug­mynda­fræði og þeir yfir sína og þarna sýn­ist mér vera mesti sam­hljóm­ur­inn um mál sem er í raun­inni leys­an­legt ef það verður ekki tekið og það drepið í ein­hverj­um nefnd­um á veg­um hins op­in­bera. Það er það eina sem ég hef áhyggj­ur af,“ seg­ir Ragn­ar Þór í um­fjöll­un um viðræðurn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Að sögn hans eru VR og SA t.d. sam­mála um að auka þurfi fram­boð á hús­næði til þess að lækka hús­næðis­kostnað fólks. Allt skipti þetta miklu máli svo fólk geti náð end­um sam­an og átt fyr­ir hús­næðis­kostnaði og nauðþurft­um. Breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu, hús­næðismál­in og vaxta­stigið vegi þungt í því sam­hengi.

„Við eig­um að funda með þeim aft­ur í [dag] klukk­an tíu. Hús­næðismál­in eru stærstu mál­in hér hjá okk­ur í VR og við erum búin að ræða um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Ég tel að það hafi náðst ákveðinn ár­ang­ur og sam­hljóm­ur í þess­um stóru mál­um en síðan mun­um við fara að ræða launaliðinn [í dag]. Það ætti þá að fara að skýr­ast fljót­lega hvort við séum að fara að ná eitt­hvað sam­an eða hvort við þurf­um að vísa þessu til rík­is­sátta­semj­ara,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert