Áfengissala samræmist ekki EES

ESA gagnrýnir áfengissölu í fríhöfn Leifsstöðvar.
ESA gagnrýnir áfengissölu í fríhöfn Leifsstöðvar.

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur íslenska ríkið ekki uppfylla skyldu sína hvað varðar 16. grein EES-samningsins, vegna sölu ríkisins á áfengi í Fríhöfn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

ESA sendi íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir í gær en í bréfinu segir að vöruvalskerfi og markaðssetning Fríhafnarinnar samræmist ekki reglum EES.

Í 16. gr. EES samningsins, sem ESA vísar í, segir: „Samningsaðilar skulu tryggja breytingar á ríkiseinkasölum í viðskiptum þannig að enginn greinarmunur sé gerður milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja hvað snertir skilyrði til aðdrátta og markaðssetningar vara.“ Því er krafa um að markaðssetning og auglýsingastarfsemi Fríhafnarinnar sé hlutlaus. Í samningnum kemur næst fram að ákvæðin gildi m.a. um einkasölur sem ríki hefur fengið öðrum í hendur.

Ríkinu er veittur tveggja mánaða frestur til að svara athugasemdum ESA. Málið er til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu en ekki fengust viðbrögð þaðan í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert