Alþingismenn eru komnir til Bessastaða þar sem hin árlega þingmannaveisla forseta Íslands fyrir Alþingi fer fram í kvöld.
Um er að ræða kvöldverðarboð forsetahjóna Íslands fyrir alþingismenn og maka þeirra sem fer venjulega fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna fullveldishátíðar sem fer fram á laugardaginn nk. í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.
Á gestalistanum fyrir boðið á Bessastöðum eru sitjandi þingmenn ásamt mökum þeirra og hófst það klukkan 18:30.
Áður en lagt var af stað til Bessastaða var þingmönnum og fyrrverandi þingmönnum boðið í móttöku í skála Alþingis sem hófst kl. 17:00