Norðurljósin draga að ferðamenn

Erlendir ferðamenn sækjast margir eftir því að sjá hin rómuðu …
Erlendir ferðamenn sækjast margir eftir því að sjá hin rómuðu norðurljós í ferð sinni til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Norðurljósaferðir eru alltaf vinsælar en það hefur ekki viðrað vel til þeirra í haust. Það er ekki hægt að ganga að norðurljósunum vísum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line Iceland.

Í umfjöllun um aðdráttarafl norðurljósanna í Morgunblaðinu í dag segir hann að fjöldi ferðamanna komi hingað vegna norðurljósanna enda henti Ísland einkar vel til norðurljósaskoðunar. Norðurljósin eru eitt aðalaðdráttaraflið sem dregur hingað vetrarferðamenn.

Þórir sagði að þeir hefðu verið frumkvöðlar í að bjóða upp á norðurljósaferðir og byrjað með þær árið 2001. Þá hefðu menn haft misjafnlega mikla trú á þessu framtaki en nú væri þetta orðið mjög algengt. „Það geta verið þúsundir farþega að fara að kvöldi úr borginni að leita að norðurljósum. Við seljum í raun ekki norðurljósaferðir heldur leit að norðurljósum,“ sagði Þórir. Hjá Gray Line gildir að sjáist ekki norðurljós geta farþegar komið aftur í allt að tvö ár, sér að kostnaðarlausu, þar til þeir sjá norðurljósin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert