„Óverjandi og óafsakanleg“ ummæli

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hugsa að ég tjái mig lítið á þessu stigi máls og hef ekkert að segja annað en að ég er gjörsamlega í rusli yfir þessu og þessi orðanotkun er algjörlega óverjandi og óafsakanleg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is um þær fregnir sem hafa borist af samræðum nokkurra þingmanna á bar þar sem ljót orð voru látin falla.

Ummæli sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla og náðust á upptöku hafa vakið upp hörð viðbrögð almennings sem og annarra þingmanna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hafa báðir beðið Ingu Sæland afsökunar vegna orða sinna um hana. Þá hefur Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sagst hafa orðið sér til skammar með ummælum sínum.

Hefur ekki boðað til fundar

Steingrímur hefur ekki boðað sérstakan fund með þingflokksformönnum vegna málsins og segir líklegt að málið verði ekki rætt fyrr en dagskrá þings hefst á mánudag.

„Enn sem komið er hef ég ekki ákveðið að boða slíkan fund eða fengið óskir um slíkt en ég skal ekki segja hvað verður. Það getur komið til slíks og þá stendur ekki á mér. Það standa yfir nefndardagar þannig það er ekki á dagskrá neinn fundur, hvorki formanna þingflokka né forsætisnefndar fyrr en eftir helgi,“ segir Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert