Staða WOW enn þrengri en talið var

Dregið hefur úr farmiðabókunum hjá WOW-air.
Dregið hefur úr farmiðabókunum hjá WOW-air. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rekstrarstaða WOW Air hefur þrengst verulega frá því að samningur um kaup Icelandair Group á öllu hlutafé félagsins var undirritaður 5. nóvember síðastliðinn. Dregið hefur úr bókunum sem aftur hefur áhrif á lausafjárstöðu félagsins.

Í gærdag sá fjármálastjóri félagins sig knúinn til að tilkynna starfsfólki að laun yrðu greidd út um mánaðamótin.

Drög að áreiðanleikakönnun á rekstri WOW, sem lágu fyrir í gær, sýna að reksturinn er í algjörum járnum. Á sama tíma hefur reynst erfitt að fá kröfuhafa félagsins til þess að gefa eftir í þeirri viðleitni að greiða fyrir sölunni. Mun það m.a. standa í þeim að hlutdeild seljanda félagsins sé tryggð með afhendingu 1,8% hlutar í Icelandair Group, gangi salan eftir.

Niðurstöður áreiðanleikakönnunarinnar benda hins vegar ótvírætt til þess að hlutdeild seljanda í öðru gagngjaldi, sem að hámarki hefði getað orðið 5,4% verði í raun 0% við frágang viðskiptanna. Hluthafafundur Icelandair Group verður haldinn í fyrramálið. Þar mun stjórn félagsins annaðhvort leggja til að tillaga um kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air verði samþykkt eða henni synjað. Endanleg afstaða stjórnarinnar mun ráðast á stjórnarfundi í kvöld. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að ekki komi til greina að fresta ákvörðun um kaupin. Niðurstaða verði að liggja fyrir á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert