„Stórar og góðar fréttir“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi WOW air.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingarfulltrúi WOW air. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru mjög stór­ar og góðar frétt­ir fyr­ir fé­lagið,“ seg­ir Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air þegar mbl.is náði tali af henni nú í kvöld.  Hún seg­ir að nú verði farið í að vinna að næstu skref­um, en þar er um að ræða svipað ferli og var með Icelanda­ir eft­ir að kaup­samn­ing­ur hafði verið und­ir­ritaður.

Fyrr í kvöld var til­kynnt um að Indigo Partners og WOW air hafi náð sam­komu­lagi um að Indigo fjár­festi í flug­fé­lag­inu. 

Samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vör­um, meðal ann­ars um áreiðan­leika­könn­un.

Svan­hvít seg­ir WOW air að öðru leyti ekki geta tjáð sig um samn­ing­inn, en frétta­til­kynn­ing­in hafi upp­haf­lega verið send út frá Indigo Partners. „En þetta eru gleðifrétt­ir, frá­bær­ar frétt­ir,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert