„Þetta er reiðarslag“

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ .
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ . mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er reiðarslag,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, um hópupp­sagn­irn­ar hjá Airport Associa­tes þar sem 237 manns var sagt upp.

Hann kveðst ekki vita hvaða ein­stak­ling­um var sagt upp en þyk­ist vita að flest­ir þeirra búa á Suður­nesj­um, þar á meðal í Reykja­nes­bæ. Um sé að ræða mikið högg fyr­ir sam­fé­lagið.

„Við bind­um von­ir við að það tak­ist að kom­ast hjá falli WOW með ein­hverj­um hætti,“ bæt­ir hann við og von­ar að hægt verði að af­stýra upp­sögn­um ef það geng­ur upp.

„Það er eng­inn góður tími fyr­ir svona frétt­ir. En á þess­um tíma fyr­ir jól er þetta sér­stak­lega viðkvæm­ur tími. Hug­ur okk­ar er hjá þess­um starfs­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Spurður hvort hann hafi ótt­ast þetta þegar til­kynnt var í morg­un að Icelanda­ir myndi ekki kaupa WOW air viður­kenn­ir hann það. Á sama tími sé það skilj­an­legt að menn bregðist við með þess­um hætti, miðað við hversu stór hluti flug­um­ferðar­inn­ar er í hönd­um WOW air. „Það er eðli­legt að það hafi áhrif á birgja eða önn­ur fyr­ir­tæki sem eru að selja þeim þjón­ustu,“ seg­ir hann en tek­ur fram að hópupp­sögn­in sé engu að síður áfall.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert