„Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar. Trúnaðarbrestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar,“ skrifar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra á Facebook-síðu sína.
Þar á hún við þau ummæli sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á barnum Klaustur.
„Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ bætir Lilja við.
Fyrr í kvöld sendi Landssamband framsóknarkvenna frá sér ályktun þar sem ummælin voru fordæmd og þingmennirnir hvattir til að segja tafarlaust af sér.