Vefsíðunni Tekjur.is lokað

Vefsíðunni Tekjur.is hefur verið lokað að kröfu Persónuverndar.
Vefsíðunni Tekjur.is hefur verið lokað að kröfu Persónuverndar. Skjáskot/Tekjur.is

Vefsíðunni Tekj­ur.is hef­ur verið lokað eft­ir að stjórn Per­sónu­vernd­ar komst að þeirri niður­stöðu að birt­ing op­in­berra upp­lýs­inga úr skatt­skrá á vefsíðunni er óheim­il.

Tekj­ur.is var opnuð í októ­ber þar sem veitt­ur var aðgang­ur gegn gjaldi að upp­lýs­ing­um um tekj­ur allra ein­stak­linga á ár­inu 2016 sam­kvæmt gögn­um rík­is­skatt­stjóra. Per­sónu­vernd hef­ur haft starf­semi síðunn­ar til skoðunar frá opn­un henn­ar.

Í til­kynn­ingu frá vefsíðunni, sem Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lögmaður síðunn­ar und­ir­rit­ar, og sjá má í heild sinni á upp­hafssíðu vefsíðunn­ar, seg­ir að taf­ar­laust hafi verið farið að ákvörðun stjórn­ar Per­sónu­vernd­ar en ákvörðunin komi á óvart þar sem á síðunni séu ein­göngu birt­ast upp­lýs­ing­ar sem þegar eru op­in­ber­ar sam­kvæmt lög­um og hver sem er get­ur nálg­ast hjá rík­is­skatt­stjóra. Rekstr­araðilar síðunn­ar segja að með ákvörðun sinni horfi Per­sónu­vernd fram hjá þeirri staðreynd, sem og þeim laga­ákvæðum sem til­greina að út­gáfa upp­lýs­inga úr skatt­skrá sé heim­il, í heild eða hluta.

Ásamt því að síðunni verði lokað fer Per­sónu­vernd fram á að rekstr­araðili síðunn­ar eyði öll­um tengd­um gögn­um.

Meðal þess sem Per­sónu­vernd skoðaði í at­hug­un sinni á síðunni var hvort hún geti tal­ist vera fjöl­miðill. Niðurstaðan er að svo er ekki og það telja rekst­araðilar síðunn­ar „var­huga­vert fyr­ir stöðu tján­ing­ar­frels­is­ins og frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar í land­inu“.

Tekj­ur.is tel­ur ákvörðun stjórn­ar Per­sónu­vernd­ar í and­stöðu við lög og hyggj­ast rekstr­araðilar síðunn­ar skoða rétt­ar­stöðu sína.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert