Vilja að siðnefnd fjalli um ummælin

mbl.is/​Hari

Níu þing­menn úr röðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar, Vinstri grænna og Pírata hafa óskað eft­ir því að for­sæt­is­nefnd Alþing­is taki upp mál er varðar niðrandi um­mæli og hátt­semi þing­manna­hóps sem hafa verið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum. Vilja þeir að siðanefnd fjalli um málið. 

Þetta kem­ur fram í er­indi sem þing­menn­irn­ir hafa sent til for­sæt­is­nefnd­ar. Það er svohljóðandi:

„Við und­ir­rituð ósk­um eft­ir því að for­sæt­is­nefnd taki upp mál er varðar niðrandi um­mæli og hátt­semi þing­manna­hóps sem fjöl­miðlar hafa verið að fjalla um síðastliðinn sól­ar­hring.

Þess er óskað að for­sæt­is­nefnd vísi þessu er­indi til siðanefnd­ar þar sem um­mæl­in og hátt­sem­in stang­ast á við 5. og 7. regl­ur siðareglna þing­manna og óski eft­ir að siðanefnd fjalli um málið og skili for­sæt­is­nefnd niður­stöðum hið fyrsta.

Það þarf ekki að tí­unda ástæðu er­ind­is okk­ar frek­ar.“

Eft­ir­far­andi þing­menn fara fram á er­indið.

Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður VG.

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG.

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert