Boða til mótmæla á Austurvelli

mbl.is/​Hari

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun, á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, undir yfirskriftinni „Klausturs-þingmenn til ábyrgðar - Mótmælum ósiðlegu framferði!“

Mótmælin hefjast klukkan 14:10 á morgun og hafa tæplega 900 manns boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna en mun fleiri lýst áhuga.

Ástæðan fyrir mótmælunum eru um­mæli þing­manna Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins sem lát­in voru falla á Klaust­ur bar 20. nóv­em­ber.

Á morgun verður 100 ára fullveldi Íslands fagnað og setur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hátíðina klukkan 13 fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Klukkan 13:30 býður Alþingi Íslendinga heim, en þá verður Alþingishúsið opnað almenningi, forseti Alþingis og þingmenn taka á móti gestum til kl. 18:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert