Hótelin búast við höggi

Hótelin óttast hvað erfiðleikar WOW air hafi í för með …
Hótelin óttast hvað erfiðleikar WOW air hafi í för með sér. mbl.is/RAX

Krist­óf­er Oliversson, formaður Félags fy­ri­rt­ækja í hó­t­el- og gistiþjónustu (FHG), seg­ir félags­m­enn uggandi vegna óv­issu um stöðu flu­gf­élags­ins WOW air. Ljóst sé að brey­tt sta­rf­semi félags­ins geti skert tek­jur gist­istaða á næstu vi­kum.

Málið var rætt á stjórnarf­undi FHG. „Menn eru áhy­ggju­fu­llir. Þeir gera sér grein fy­r­ir að ekki er ólí­klegt að það verði högg í næsta mánuði ef allt fer á versta veg og WOW hættir sta­rf­semi. Þetta gæti orðið kannski 5-15% högg í tek­jum í des­em­ber og janúar og svo fj­ar­ar það vænt­anlega út. Það er það sem menn óttast,“ seg­ir Krist­óf­er.

Með því vís­ar hann til þei­rr­ar aðlög­unar sem gæti orðið á gist­im­arkaðnum, áður en flu­gframboð ey­kst á ný.

Tek­jurnar my­ndu skerðast mikið

Sa­mkvæÂ­mt hei­m­ildum Mor­g­un­blaðsins sams­va­r­ar 5-15% sa­md­r­átt­ur á þessu tím­a­bili hu­ndruðum milljóna í skertar tek­jur fy­r­ir gistiþjónustu á Íslandi. Sú tala gæti jafnvel hækkað í á ann­an milljarð. Bó­kun­arstaðan sé best á suðvest­u­r­horninu. Áhrifin séu því mest þar.

Krist­óf­er kveðst aðspurður ekki telja að þetta högg muni hægja á þei­rri uppby­gg­ingu hó­t­ela sem nú stend­ur yfir í miðborg Rey­kj­aví­kur. M.a. er hó­t­elkeðja hans, Cen­t­er­Hot­el, að opna hó­t­el á La­ugavegi 95-99 og á Héðins­reit. Þá bend­ir hann á að talsvert sé síðan bankarnir fóru að draga úr lánveitingum til hó­t­elv­erkefna. Markaðurinn hafi, a.m.k. um nokku­rra vikna skeið, vitað af erfiðlei­kum WOW air. Í þessu felist viss aðlög­un.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert