Hreindýraveiðum er lokið í ár

Hreindýr á beit.
Hreindýr á beit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóvemberveiðum á hreinkúm lauk 20. nóvember og náðist að veiða upp í öll leyfin nema eitt. Leyft var að veiða 40 hreinkýr á svæði 8, sem nær yfir Lónið og Nes í Hornafirði.

„Það snjóaði rétt um mánaðamót október og nóvember og þá komu dýr niður, en menn töluðu um að þeir hefðu viljað sjá fleiri dýr. Fannst ekki vera mikið úrval. Tíðin var góð og líklega enn dýr til fjalla. Veiðimenn fara ekki mikið til fjalla á þessum árstíma,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum, sem heldur utan um hreindýraveiðarnar.

Alls voru felld 1.385 hreindýr á árinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka