Karl og Ólafur reknir úr flokknum

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson.
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Samsett mynd

Samþykkt var á stjórn­ar­fundi Flokks fólks­ins að reka þá Karl Gauta Hjalta­son og Ólaf Ísleifs­son úr flokkn­um.

Þetta staðfesti Hall­dór Gunn­ars­son, stjórn­ar­maður í Flokki fólks­ins, við mbl.is. 

Ólafur Ísleifsson.
Ólaf­ur Ísleifs­son. mbl.is/​​Hari

Stjórn­in skoraði í gær á Karl og Ólaf að segja af sér í álykt­un sem hún sendi frá sér. 

Ástæðan eru um­mæli sem þeir létu falla á barn­um Klaustri í síðustu viku.

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjalta­son. mbl.is/​​Hari

Upp­fært kl. 16.49:

Frétta­til­kynn­ing Flokks fólks­ins:

Í ljósi al­var­legs trúnaðarbrests sem upp er kom­inn í þing­flokki Flokks fólks­ins ákvað stjórn flokks­ins á ný­af­stöðnum fundi sín­um í dag, að vísa þing­mönn­um flokks­ins þeim Karli Gauta Hjalta­syni og Ólafi Ísleifs­syni úr Flokki fólks­ins, sbr. samþykkt­ir flokks­ins grein 2.6 en þar seg­ir: „Sé fé­lags­maður staðinn að því, að vinna gegn meg­in­mark­miðum og hags­mun­um Flokks fólks­ins, skal hann svipt­ur fé­lagsaðild og skal það gert á stjórn­ar­fundi með aukn­um meiri­hluta at­kvæða og fé­lags­manni til­kynnt það form­lega“.

Stjórn­in harm­ar þá rýrð sem þeir hafa kastað á Flokk fólks­ins, með óafsak­an­legri þátt­töku sinni á fundi með þing­mönn­um Miðflokks­ins á Klaust­ur-bar þann 20. nóv. sl. 

f.h. stjórn­ar

Inga Sæ­land formaður Flokks fólks­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert