Snjóflóð féll á tvo bíla á Flateyrarvegi

Allir komust út ómeiddir og af sjálfsdáðum áður en viðbragðsaðilar …
Allir komust út ómeiddir og af sjálfsdáðum áður en viðbragðsaðilar mættu á svæðið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fimm manns voru í tveim­ur bíl­um sem urðu fyr­ir snjóflóði sem féll á Flat­eyr­ar­veg um klukk­an hálfátta í kvöld. All­ir komust ómeidd­ir og af sjálfs­dáðum út úr bifreiðunum áður en viðbragðsaðilar mættu á svæðið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá björg­un­ar­sveit­inni Sæ­björgu á Flat­eyri. Vís­ir greindi fyrst frá.

Flóðið féll á Hvilft­ar­strönd inn­an við Flat­eyri. Sjúkra­flutn­inga­menn frá slökkviliði Ísa­fjarðar skoðuðu fólkið en taldi ekki ástæðu til þess að flytja það á sjúkra­hús, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hlyni Kristjáns­syni, varðstjóra slökkviliðsins.

Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum tók flóðið aðra bifreiðina með sér af veginum og niður í fjöruborðið. Veginum hefur nú verið lokað og verður hann ekki opnaður aftur í nótt. Þá hefur ákvörðun verið tekin um að veginum um Súðavíkurhlíð verði lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu.

Frétt­in hefur verið upp­færð.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert