Þekkt eldfjöll eru að búa sig undir eldgos

Eldgos í Grímsvötnum.
Eldgos í Grímsvötnum. mbl.is/RAX

Fjög­ur ís­lensk eld­fjöll sýna nú hegðun sem gæti á end­an­um leitt til eld­gosa, að mati Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings. Þau eru Hekla, Bárðarbunga, Grím­svötn og Öræfa­jök­ull. „Þessi eld­fjöll eru mæl­an­lega að þenj­ast út. Kvikuþrýst­ing­ur fer vax­andi í þeim sam­kvæmt mæl­ing­um,“ sagði Páll. Hann sagði ómögu­legt að segja hvert þess­ara eld­fjalla gýs næst.

„Grím­svötn hafa verið í ákveðnum ham síðan í gos­inu 1983. Það verður þensla í fjall­inu, svo síg­ur það þegar gýs og byrj­ar strax aft­ur að tútna út,“ sagði Páll. Grím­svötn gusu síðast 2011 stóru gosi. Þar áður gusu þau 2004 og 1998. Gjálp­argosið 1996 varð mjög ná­lægt Grím­svötn­um en ekki er full­ljóst hvort það var fóðrað úr Grím­s­vatna­eld­stöðinni eða Bárðarbungu. Þar áður gusu Grím­svötn 1983 og höfðu þá ekki gosið síðan árið 1934. Frá því að land byggðist hafa Grím­svötn gosið um 65 sinn­um.

Lang­tíma­for­boðar sýna sig

„Það sem við sjá­um núna í Grím­svötn­um og eins í Öræfa­jökli, Bárðarbungu og Heklu er lang­tíma­for­boði. Fjöll­in eru að und­ir­búa gos og ef þessi und­ir­bún­ing­ur held­ur áfram þá verða eld­gos í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð. Þau gætu allt eins hætt við og það eru þekkt dæmi um að eld­fjöll hafi hætt við í miðjum klíðum.“

Öræfajökull hefur þanist talsvert frá áramótum 2016-2017.
Öræfa­jök­ull hef­ur þan­ist tals­vert frá ára­mót­um 2016-2017. mbl.is/​RAX

Segja má um Heklu að hún sé kom­in fram yfir sig í und­ir­bún­ingn­um. Páll tel­ur ekki úti­lokað að Grím­svötn geri eitt­hvað svipað. „Þetta þekkj­um við úr Kröflu. Hún gerði þetta stund­um að hún reis um­fram það sem hún hafði gert þegar áður höfðu komið gos,“ sagði Páll. Hann seg­ir að skjálfta­virkni bendi til þess að þensla sé í Bárðarbungu og GPS-mæl­ing­ar bendi einnig til þess. Það fari því varla á milli mála að þrýst­ing­ur sé að vaxa und­ir Bárðarbungu. Hins veg­ar hafi Holu­hrauns­gosið 2014 verið stór at­b­urður og öskju­hrunið sem fylgdi geti orðið til þess að eld­stöðin verði lengi að ná upp þrýst­ingi að nýju. „Öll þróun sem við sjá­um nú bend­ir þó til þess að Bárðarbunga sé að safna fyr­ir næsta gosi,“ sagði Páll.

Sigketill í Bárðarbungu.
Sig­ketill í Bárðarbungu. mbl.is/​RAX

„Hafa ber í huga að þess­ar eld­stöðvar eru all­ar mjög fjöl­hæf­ar. Við föll­um stund­um í þá gryfju að gera ráð fyr­ir því að næsta gos verði eins og það síðasta. Þetta er sér­stak­lega vara­samt í sam­bandi við Kötlu. Við erum alltaf að horfa á gosið 1918 og ímynda okk­ur að næsta gos verði þannig. Katla gæti verið í allt öðrum hug­leiðing­um.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert