Fullvalda ríki í eina öld

Nemendur Smáraskóla í Kópavogi skreyttu skólann sinn í tilefni fullveldisdagsins. …
Nemendur Smáraskóla í Kópavogi skreyttu skólann sinn í tilefni fullveldisdagsins. Í dag er horft um öxl en einnig fram á veg. mbl.is/Árni Sæberg

Nem­end­ur í Smára­skóla í Kópa­vogi skreyttu skól­ann sinn í til­efni af af­mæli full­veld­is Íslands. Heill vegg­ur var m.a. helgaður for­set­um Íslands frá upp­hafi. Friðþjóf­ur Helgi Karls­son skóla­stjóri seg­ir að þau haldi upp á full­veld­is­dag­inn á hverju ári.

Meira var lagt í und­ir­bún­ing nú í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is­ins. Nem­end­ur vinna verk­efni og setja upp sýn­ingu. For­eldr­um er síðan boðið að skoða afrakst­ur­inn.

Á ald­araf­mæli full­veld­is­ins er horft um öxl, en einnig litið fram á veg. Hátíðar­höld í til­efni af­mæl­is­ins hafa verið lung­ann úr ár­inu en ná há­marki í dag, á sjálf­an full­veld­is­dag­inn. Hátíðarsam­kom­ur, -sýn­ing­ar og -fund­ir eru víða um land eins og sjá má á vefsíðunni full­veld­i1918.is.

Full­veld­is­hátíð verður sett við Stjórn­ar­ráðshúsið í dag klukk­an 13 og mun Rík­is­sjón­varpið senda beint út frá at­höfn­inni. Opið hús verður á Alþingi frá kl. 13.30 og boðið er upp á fjölda sýn­inga, tón­leika og fundi.

Með Morg­un­blaðinu í dag fylg­ir 48 síðna sér­blað, Full­veldi Íslands 1918-2018, þar sem þessa áfanga er minnst með ýms­um hætti. Meðal ann­ars er rætt við Guðna Th. Jó­hann­es­son, for­seta lýðveld­is­ins, um þýðingu full­veld­is­ins, auk þess sem leitað var til bæði formanna stjórn­mála­flokk­anna og nokk­urra val­in­kunnra ein­stak­linga. Þá er einnig fjallað um nýja heild­ar­út­gáfu Íslend­inga­sagn­anna, auk þess sem greint er frá helstu viðburðum árs­ins 1918, aðdrag­anda full­veld­is­stofn­un­ar og hátíðar­hald­anna 1. des­em­ber 1918.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert