Hræðslan horfin

Vitalina Koval.
Vitalina Koval. Amnesty International

„Ég hef orðið fyr­ir svo mörg­um árás­um að ég er ekki hrædd leng­ur,“ seg­ir Vital­ina Koval, 28 ára göm­ul úkraínsk bar­áttu­mann­eskja fyr­ir rétt­ind­um sam­kyn­hneigðra. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa upp myrkrið á Hall­gríms­kirkju. 

Vital­ina Koval er ein þeirra sem vekja at­hygli allra fyr­ir hug­rekki sitt og bar­áttu fyr­ir mann­rétt­ind­um, ekki síst rétt­ind­um LG­BTI-fólks.

Amnesty International.
Am­nesty In­ternati­onal. mbl.is/​Hari

Líkt og seg­ir um hana á vef Am­nesty In­ternati­onal þá mein­ar hún hvert orð þegar hún seg­ist vilja jafn­an rétt allra. „Ein­hvern tíma myndi ég vilja sjá Gleðigöngu í heima­bæ mín­um, Uzhg­orod,“ seg­ir hún en hún hef­ur þurft að gjalda fyr­ir bar­áttu sína. Í mars varð hún fyr­ir árás sex fé­laga í öfga­hreyf­ing­unni Karpatska Sich þar sem hún tók þátt í mót­mæl­um á alþjóðleg­um degi kvenna í Úkraínu. Menn­irn­ir helltu rauðri máln­ingu yfir hana, meðal ann­ars í augu henn­ar án þess þó að valda var­an­leg­um skaða á sjón. 

Vital­ina Koval hef­ur aldrei farið leynt með kyn­hneigð sína en hún er lesbía og starfar á miðstöð LG­BTI í Uzhg­orod.

Amnesty International.
Am­nesty In­ternati­onal. mbl.is/​Hari

Koval var enn út­ötuð í máln­ingu þegar hún stormaði inn á lög­reglu­stöð í bæn­um til þess að kæra árás­ina. Þegar hún kom þangað sátu árás­ar­menn­irn­ir í biðstof­unni. Lög­reglumaður­inn í af­greiðslunni krafðist þess að hún segði heim­il­is­fang sitt hátt og snjallt þannig að árás­ar­menn­irn­ir fengu upp­lýs­ing­ar um hvar hún býr. 

Lög­regl­an neitaði að skrá árás­ina sem hat­urs­glæp og það tók nokkr­ar klukku­stund­ir að fá hana yfir höfuð til að gera skýrslu um árás­ina. 

Næstu daga bár­ust henni írekaðar hót­an­ir frá fé­lög­um í Karpatska Sich og nokkr­um dög­um síðar réðust fé­lag­ar í sam­tök­un­um á tvo aðgerðarsinna sem höfðu tekið þátt í mót­mæl­un­um ásamt Koval. Í kjöl­farið ákvað Koval að fara að heim­an um tíma og býr hún nú í Kænug­arði þar sem ekki er óhætt fyr­ir hana að fara heim til Uzhorod. 

mbl.is/​Hari

Á vef Am­nesty In­ternati­onal kem­ur fram að stjórn­völd í Úkraínu hafi ít­rekað brugðist LG­BTI-fólki og leyft öfga­hóp­um að dreifa hatri og of­beldi í þeirra garð. 

Frá því í apríl í fyrra hef­ur Am­nesty In­ternati­onal fengið yfir 30 til­kynn­ing­ar um árás­ir á bar­áttu­fólk fyr­ir mann­rétt­ind­um af hálfu öfga­hópa í Úkraínu. Í öll­um til­vik­um hafa árás­ar­menn­irn­ir sloppið við refs­ingu. 

 Hér er hægt að skrifa und­ir bréf á vef Am­nesty In­ternati­onal

Amnesty International ýtti árlegri herferð úr vör með gagnvirku ljósainnsetningunni …
Am­nesty In­ternati­onal ýtti ár­legri her­ferð úr vör með gagn­virku ljósainn­setn­ing­unni Lýs­um upp myrkrið. mbl.is/​Hari
Eliza Reid, forsetafrú setti ljósainnsetninguna formlega.
El­iza Reid, for­setafrú setti ljósainn­setn­ing­una form­lega. mbl.is/​Hari
Amnesty International ýtti árlegri herferð úr vör með gagnvirku ljósainnsetningunni …
Am­nesty In­ternati­onal ýtti ár­legri her­ferð úr vör með gagn­virku ljósainn­setn­ing­unni Lýs­um upp myrkrið. mbl.is/​Hari
Amnesty International.
Am­nesty In­ternati­onal. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
.
. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert