20 þúsund manns á ráðstefnu í Póllandi

COP-ráðstefnan er haldin ár hvert til að skerpa á reglugerðum …
COP-ráðstefnan er haldin ár hvert til að skerpa á reglugerðum í Parísarsamningnum. AFP/Eric Feferberg

Full­trú­ar 200 þjóða eru sam­an­komn­ir í Katowice í Póllandi á ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP24. Á dag­skrá eru lofts­lags­breyt­ing­ar. Áætlað er að 10-20 þúsund manns komi til borg­ar­inn­ar í tengsl­um við hana, en þetta er stærsta ráðstefna sem Sam­einuðu þjóðirn­ar halda ár hvert.

Í aðdrag­anda ráðstefn­unn­ar hafa ýms­ar rann­sókn­ir verið birt­ar sem sýna fram á geig­væn­lega þróun í lofts­lags­mál­um. Um­hverf­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna birti skýrslu á þriðju­dag­inn sem sagði að árið 2017 hafi verið slegið met í los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þá benti veður­stofa Sam­einuðu þjóðanna í gær á sí­fellt hækk­andi meðal­hita á jörðinni.

Verið er að ganga frá ýms­um reglu­gerðum í Par­ís­ar­samn­ingn­um, þar á meðal þeim sem snúa að bók­hald­inu sem hverri þjóð ber að halda utan um. Mark­mið sátt­mál­ans liggja fyr­ir en enn á eft­ir að skrifa ákvæði um hvernig þeim er fylgt eft­ir ná­kvæm­lega.

„Regl­urn­ar þurfa að vera pass­leg­ar“

Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, er stödd í Katowice og seg­ir ráðstefn­una skipta miklu máli. „Þetta reglu­verk sem menn eru nú að vinna að mun skera úr um hvort samn­ing­ur­inn ber ár­ang­ur þann sem skyldi. Regl­urn­ar þurfa að vera pass­lega strang­ar og þeim verður að fylgja eft­ir með bók­haldi og skýrslu­gjöf­um,“ seg­ir Helga.

Þannig er verið að fín­pússa reglu­gerðir samn­ings­ins, þær sem snúa að því hversu mikl­ar skyld­ur hver þjóð hef­ur til þess að gera skýrsl­ur og halda skipu­lagt bók­hald um t.d. los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn var gerður 2015. Síðan þá hef­ur þessi ráðstefna verið hald­in ár hvert og um­fjöll­un­ar­efnið verið þetta: að festa í sessi reglu­gerð þá sem þarf til að ákvæðum samn­ings­ins sé fylgt eft­ir. Það mark­mið er að koma í höfn, seg­ir Helga.

Ráðstefn­an stend­ur í tvær vik­ur, frá 2-14. des­em­ber, og í seinni vik­unni mæta ráðherr­ar land­anna. Þar á meðal Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra.  Þá tín­ast í vik­unni fleiri Íslend­ing­ar til Katowice, meðal ann­ars frá ýms­um fé­laga­sam­tök­um.

Ung­ir um­hverf­issinn­ar taka þátt

Ung­ir un­hverf­issinn­ar verða á lofts­lags­ráðstefn­unni og kalla í til­kynn­ingu eft­ir því að unnið sé að sjálf­bærri þróun á heild­stæðari hátt, með áherslu á tengsl þessa þrenns: lofts­lags­mála, líf­breyti­leika og menn­ing­ar­legs jafn­rétt­is.

Í til­kynn­ing­unni benda Ung­ir um­hverf­issinn­ar á viðtal við m.a. formann þeirra um frum­kvæði þeirra að stofn­un alþjóðlegs tengslanets ung­menna um Norður­slóðir. Hér má lesa  meira um álykt­an­ir þeirra um ráðstefn­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert