Ná bata á nokkrum dögum?

Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir eru sálfræðingar á …
Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir eru sálfræðingar á Kvíðameðferðarstöðinni. mbl.is/Hari

Er  hægt að lækna fólk af OCD eða þrá­hyggju­árátturösk­un á fjór­um dög­um? Svo virðist vera því sam­kvæmt norskri meðferð sem hef­ur verið beitt á und­an­förn­um fjór­um árum hafa 70% þeirra 1.200 sem hafa tekið þátt í meðferðinni náð bata. Sama er uppi á ten­ingn­um hér á landi. Meðferðin er niður­greidd af rík­inu í Nor­egi en ekki hér á Íslandi þar sem þjón­usta sál­fræðinga er ekki niður­greidd af rík­inu, aðeins geðlækna.

OCD er geðrösk­un sem 2-3% mann­kyns glím­ir við og líkt og Magnús Har­alds­son, geðlækn­ir á Land­spít­al­an­um, bend­ir á í fræðigrein í Lækna­blaðinu er þrá­hyggju­árátturösk­un á meðal þeirra 20 sjúk­dóma sem lík­leg­ast­ir eru til þess að leiða til ör­orku hjá fólki yngra en 45 ára á Vest­ur­lönd­um.

Nokk­ur þúsund Íslend­ing­ar með þrá­hyggju­árátturösk­un

OCD er ekki al­geng kvíðarösk­un en um leið dul­in því marg­ir skamm­ast sín fyr­ir hana. Hugs­an­ir og hegðun fólks með OCD valda oft mikl­um óþæg­ind­um, kvíða og skömm þar sem fólk þorir oft ekki að greina öðrum frá hugs­un­um sín­um. Nokk­ur þúsund Íslend­ing­ar glíma við þrá­hyggju­árátturösk­un, að sögn sál­fræðinga hjá Kvíðameðferðar­stöðinni (KMS).

Meðal­ald­ur við upp­haf ein­kenna er um 20 ár en al­gengt er að rösk­un­in komi fram snemma á æv­inni og í einni rann­sókn lýsa um 20% ein­stak­linga því að ein­kenni hafi verið kom­in fram á æsku- eða unglings­ár­um.

Kyn­hlut­föll eru því sem næst jöfn þegar all­ir ald­urs­hóp­ar eru skoðaðir en rann­sókn­ir hafa sýnt að dreng­ir eru lík­legri en stúlk­ur til að grein­ast með þrá­hyggju­áráttu á barns­aldri.

Á bil­inu 30-50% þeirra sem veikj­ast snemma eru jafn­framt með tourette-heil­kenni eða aðra kækjarösk­un. Nokkr­ar rann­sókn­ir hafa fundið mun á ein­kenna­mynd eft­ir kynj­um. Þannig eru vís­bend­ing­ar um að þrá­hyggja hjá kon­um teng­ist oft­ar of­beldi, smit­hættu eða óhrein­ind­um, en hjá körl­um sé inni­hald þrá­hyggju oft­ar kyn­ferðis­legt eða trú­ar­legt. Ekki hafa verið gerðar far­alds­fræðileg­ar rann­sókn­ir á al­gengi þrá­hyggju­árátturösk­un­ar á Íslandi.

Um 60-70% fólks sem greint er með þrá­hyggju­árátturösk­un hef­ur sögu um aðra geðrösk­un og eru meiri hátt­ar þung­lyndi, fé­lags­fælni, al­menn kvíðarösk­un, áfeng­is­fíkn og átrask­an­ir al­geng­ustu fylgirask­an­irn­ar.

Á lista yfir 50 helstu áhrifa­valda heims á sviði heil­brigðis­vís­inda

Tveir norsk­ir sál­fræðipró­fess­or­ar, Bjarne Han­sen og Gerd Kvale, eru frum­kvöðlar í að beita meðferð þar sem unnið er með fólki sem er með OCD-geðrösk­un í fjóra daga. Meðferð sem er bæði ein­stak­lings- og hópmeðferð. Aðferðin hef­ur vakið heims­at­hygli og ný­verið komust Han­sen og Kvale á lista Time Magaz­ine yfir þær mann­eskj­ur sem eru áhrifa­mest­ar á heil­brigðis­sviðinu í heim­in­um. Alls eru fimm­tíu ein­stak­ling­ar á þess­um lista, þar á meðal nokkr­ir Nó­bels­verðlauna­haf­ar.

Þrír ís­lensk­ir sál­fræðing­ar, Sig­ur­björg Jóna Ludvigs­dótt­ir, Sól­ey Dröfn Davíðsdótt­ir og Ólafía Sig­ur­jóns­dótt­ir sem starfa all­ar hjá Kvíðameðferðar­stöðinni, tóku þátt í að inn­leiða meðferðina í Nor­egi fyr­ir fjór­um árum. Svipuðu meðferðarúr­ræði var síðan komið á hér á landi fyr­ir ári með stofn­un OCD-teym­is á veg­um KMS.  

Sig­ur­björg seg­ir að verk­efnið í Ósló miðaði að því klára alla biðlista eft­ir meðferð sál­fræðinga við OCD í borg­inni. Yfir 100 manns voru á biðlista þar eft­ir slíkri meðferð á þess­um tíma og sam­kvæmt norsk­um lög­um eru svo lang­ir biðlist­ar brot á lög­um.

„Við vonum að þetta breytist því það er svo mikil …
„Við von­um að þetta breyt­ist því það er svo mik­il synd að ekki eigi all­ir kost á að sækja meðferði við þess­um vanda,“ segja þær Sig­ur­björg Jóna Ludvigs­dótt­ir og Sól­ey Dröfn Davíðsdótt­ir. mbl.is/​Hari

Til­vilj­un að þær tóku þátt strax í upp­hafi

„Fengn­ir voru sál­fræðing­ar alls staðar að úr Nor­egi til þess að taka þátt í þessu og okk­ur var boðið að vera með að veita þessa meðferð,“ seg­ir Sig­ur­björg. Sól­ey bæt­ir við að þetta hafi verið al­gjör til­vilj­un. Þær hafi verið á fundi með Þresti Björg­vins­syni sál­fræðingi sem er sér­hæfður í þrá­hyggju­árátturösk­un og starfar hjá Har­vard Medical School. „Hann fór að segja okk­ur frá þess­ari meðferð og hringdi í Gerd. Hún talaði síðan við okk­ur og bauð okk­ur að koma. Við lét­um ekki segja okk­ur það tvisvar og fór­um utan. Þannig hófst þetta allt sam­an,“ seg­ir Sól­ey.

Þau skil­yrði voru sett að sál­fræðing­arn­ir sem tækju þátt hefðu góða þekk­ingu á þrá­hyggju­árátturösk­un og töluðu annað hvort norsku eða sænsku. Sem þær gerðu all­ar.

Á meðan átakið stóð yfir í Ósló önnuðust Bjarne og Gerd, sem stýra OCD-teymi Hauke­land há­skóla­sjúkra­húss­ins í Ber­gen, þjálf­un sál­fræðinga við að beita þess­ari meðferð þannig að hægt væri að bjóða upp á hana sem víðast í Nor­egi. 

Í kjöl­farið óskuðu þær, fyr­ir hönd Kvíðameðferðar­stöðvar­inn­ar, eft­ir því að  fá að inn­leiða þessa meðferð hér á landi vegna þess hversu góða raun meðferðin hef­ur gefið í Nor­egi.

Sól­ey seg­ir að meðferðin sé nú í boði alls staðar í Nor­egi og sú meðferð sem hafi gefið besta raun í glím­unni við OCD.  

Þrá­hyggju­árátturösk­un sam­an­stend­ur af þrá­hyggju (obsessi­on) og áráttu (compulsi­on). Með þrá­hyggju er átt við óþægi­leg­ar, uppáþrengj­andi og óviðeig­andi hugs­an­ir eða hug­mynd­ir sem þrengja sér í sí­fellu inn í hug­skot ein­stak­lings­ins og valda hon­um mikl­um kvíða og van­líðan. Ein­stak­ling­ur­inn reyn­ir eft­ir mætti að bægja þess­um hugs­un­um frá en get­ur það ekki. Þó að viðkom­andi ef­ist oft þá veit hann að þetta eru hug­mynd­ir sem spretta upp í hans eig­in hug­ar­heimi og ger­ir sér grein fyr­ir því að þær eiga í raun ekki við rök að styðjast. Þess vegna eru þess­ar hug­mynd­ir ekki rang­hug­mynd­ir. Þrá­hyggju­hugs­an­ir geta hins veg­ar í viss­um til­fell­um líkst mjög rang­hug­mynd­um og jafn­vel of­skynj­un­um. Einnig er þekkt að þrá­hyggju­árátturösk­un er al­geng­ari hjá fólki með geðklofa en í al­mennu þýði og get­ur í þeim til­fell­um verið erfitt að greina ein­kenni þrá­hyggju­áráttu frá geðrof­s­ein­kenn­um, seg­ir í grein Magnús­ar í Lækna­blaðinu.

Oft tengd óhrein­ind­um og sýkla­smiti

Al­gengt er að þrá­hyggja lýsi sér sem óljós hugs­un um að eitt­hvað ami að eða sé ófull­nægj­andi frem­ur en af­mörkuð og skýr hug­mynd. Rann­sókn­ir hafa sýnt að þrá­hyggja hef­ur gjarn­an ákveðin meg­inþemu. Al­geng­ast er að þrá­hyggja snú­ist um hættu tengda óhrein­ind­um eða sýkla­smiti, hugs­un eða hug­mynd um að valda sjálf­um sér eða öðrum skaða og þrá­hyggja um að hlut­ir í um­hverfi þurfi að vera sam­hverf­ir eða í ákveðinni röð.

Árátt­ur eru end­ur­tekn­ar at­hafn­ir eða hugs­ana­ferli sem eru eins kon­ar viðbrögð við þrá­hyggju og viðkom­andi finnst nauðsyn­legt að fram­fylgja af ná­kvæmni til þess að draga úr kvíða eða ná ein­hverri stjórn á þrá­hyggju.

Dæmi um al­geng­ar árátt­ur eru end­ur­tek­inn handþvott­ur vegna þrá­hyggju um óhrein­indi eða smit og end­ur­tek­in upp­röðun og til­færsla hluta vegna þrá­hyggju um að um­hverfi þurfi að vera sam­hverft.

Áður var OCD aðeins meðhöndlað með ein­stak­lingsmeðferð sem hef­ur líka gefið mjög góða raun. En þá tek­ur meðferðin mun lengri tíma og brott­fallið tölu­vert. Ein­stak­lingsmeðferðin tek­ur yf­ir­leitt nokkra mánuði og ef langt líður á milli viðtala er alltaf hætta á bak­slagi, segja þær Sig­ur­björg og Sól­ey.

„Niðurstaðan af þess­um fjög­urra daga meðferðum hér á landi er sú að það er ekk­ert brott­fall. Það er, all­ir þeir sem hafa tekið þátt hafa lokið meðferðinni,“ seg­ir Sig­ur­björg.

Meðferðin fellst í því að sál­fræðing­arn­ir sem ann­ast hana, eru með ein­stak­lingn­um í að minnsta kosti átta klukku­stund­ir yfir dag­inn og eru síðan í sam­bandi við viðkom­andi í gegn­um síma á kvöld­in þessa fjóra sól­ar­hringa. Fræðslan fer fram í hóp en ber­skjöld­un (exposure) fer fram á ein­stak­lings­grund­velli þar sem sál­fræðing­ur fylg­ir hverj­um og ein­um eft­ir. Líkt og seg­ir á vef KMS þá er nauðsyn­legt að fólk sé til­búið að leggja á sig mikið erfiði því öðru­vísi ná­ist ekki ár­ang­ur. 

Eft­ir þessa fjóra daga er fólk ekki endi­lega orðið frískt en á að verða orðið fært um að taka sjálft á sín­um vanda. Næstu þrjár vik­ur á eft­ir eru æf­inga­tíma­bil sem sál­fræðing­arn­ir fylgj­ast með skjól­stæðing­um sín­um á hliðarlín­unni.

OCD-teymi Kvíðameðferðarstöðvarinnar hefur verið starfrækt í eitt ár.
OCD-teymi Kvíðameðferðar­stöðvar­inn­ar hef­ur verið starf­rækt í eitt ár. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari

Sam­vinna í sinni fal­leg­ustu mynd

„Þrá­hyggju­árátturösk­un hef­ur hingað til þótt vera ill­viðráðan­leg rösk­un þannig að það er svo gam­an að sjá svo góðan ár­ang­ur en það eru aðeins 4% sem ná eng­um ár­angri af meðferðinni. 70% ná lækn­ingu og í Nor­egi hef­ur þessi ár­ang­ur hald­ist sem er magnað. Það eru því mun fleiri en 70% sem ná ein­hverj­um ár­angri en 70% ná bata,“ seg­ir Sól­ey.

Þær segja góðan ár­ang­ur meðal ann­ars stafa af því að fólk veit hvað það eigi að gera ef það fer að síga á ógæfu­hliðina og eins séu sál­fræðing­arn­ir sem veittu meðferðina alltaf til staðar. Ef eitt­hvað er þá eru sál­fræðing­arn­ir fleiri en skjól­stæðing­arn­ir í meðferðinni þannig að sam­an fer hóp- og ein­stak­lingsmeðferð.

„Þetta er sam­vinna í sinni fal­leg­ustu mynd,“ seg­ir Sig­ur­björg og vís­ar þar til þess að hóp­ur­inn kem­ur sam­an reglu­lega á þess­um fjór­um dög­um og ræðir þau vanda­mál sem upp koma. Fá stuðning frá hver öðrum og meðferðin verður mark­viss­ari en stund­um er í ein­stak­lingsmeðferð.

Meðferðin hef­ur einnig haft góð áhrif á þung­lyndi sem oft er af­leiðing af kvíðarösk­un segja þær. Um leið og viðkom­andi fær meðferð og verk­færi til að vinna með kvíðann og þrá­hyggj­una hverf­ur þung­lyndið og lífs­gæðin aukast.

Enn á eft­ir að leggj­ast í sam­an­b­urðar­rann­sókn­ir á þess­ari meðferð og öðrum meðferðum en verið er að hefja þá vinnu með sam­an­b­urðar­rann­sókn sem unn­in verður í Nor­egi, Íslandi, Banda­ríkj­un­um og Svíþjóð. Norska OCD-teymið hef­ur ný­verið fengið mjög stór­an styrk til þess að vinna þessa sam­an­b­urðar­rann­sókn enda hef­ur meðferðin vakið mikla at­hygli meðal heil­brigðis­starfs­fólks og mörg lönd sýnt áhuga á að taka hana upp.

Sól­ey seg­ir að með þess­ari meðferð sé hægt að auka lífs­gæði fólks til muna og draga úr ör­orku því marg­ir þeirra sem glíma við OCD eru óvinnu­fær­ir.

„Sum­ir ná því að fara aft­ur til vinnu á fimmta degi sem er magnað. En auðvitað er því ekki þannig farið með alla,“ seg­ir Sól­ey.

Fólkið sem þarf helst á henni að halda 

Sig­ur­björg seg­ir að ár­ang­urstöl­urn­ar séu svipaðar hér á landi en tæp­lega 40 manns hafa farið í gegn­um þessa meðferð hér á landi þetta ár sem henni hef­ur verið beitt. Auk þess sem byrjað er að beita aðferðinni við þrá­hyggju­árátturösk­un hjá börn­um með góðum ár­angri.

Meðferðin kost­ar 360 þúsund krón­ur og er eins og áður sagði ekki greidd niður af Sjúkra­trygg­ing­um Íslands. Þær segja það mjög miður og von­ast til þess að þessu verði breytt. „Við von­um að þetta breyt­ist því það er svo mik­il synd að ekki eigi all­ir kost á að sækja meðferð við þess­um vanda. Mjög vont ef við þurf­um að horfa upp á fólk þurfa að sætta sig við meðferð sem hef­ur ekki gefið jafn góða raun þar sem þessi er ekki niður­greidd líkt og gert  er í Nor­egi. Á sama tíma sjá­um við að kvíðarask­an­ir eru helsta ástæða ör­orku ungs fólks og þrá­hyggju­árátta er gríðarlega hamlandi á öll­um sviðum,“ seg­ir Sól­ey.

Að meðferðin sé ekki niður­greidd fyr­ir þá sem helst þurfa á henni að halda, fólk sem er orðið óvinnu­fært vegna veik­inda og er þar af leiðandi verst sett fjár­hags­lega.

„Þá ertu verst sett­ur hvað varðar meðferðir því þá átt þú ekki rétt á sál­fræðimeðferð né ann­arri þjón­ustu sem flest­ir þeirra sem eru á vinnu­markaði fá niður­greidda af sín­um stétt­ar­fé­lög­um,“ seg­ir Sól­ey.

Þær segja mikið eft­ir­lit vera með OCD-teymun­um af hálfu Gerd Kvale og Bjarne Han­sen og ef ár­ang­ur­inn er ekki í sam­ræmi við kröf­ur þá er lagst í að skoða hvað megi gera bet­ur. Þetta sé ein af und­ir­stöðum þess að meðferðin skili ár­angri.

Verið er að und­ir­búa að beita þess­ari meðferð við fé­lags­fælni auk al­mennr­ar kvíðarösk­un­ar og áfall­a­streiturösk­un­ar en sú vinna er þegar haf­in í Nor­egi. Von­andi fáum við að taka þátt í þessu en því fylg­ir mik­ill kostnaður og vinna, segja þær Sig­ur­björg og Sól­ey.

Þær benda á að all­ir virðist vera sam­mála um nauðsyn sál­fræðiþjón­ustu og að það sé gott aðgengi að henni. Það sjá­ist meðal ann­ars með því að aukið fjár­magn hef­ur verið lagt í að auka slíka þjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum. Spurn­ing sé hins veg­ar hvort hægt verði að veita meðferð við vanda á borð við OCD hjá heilsu­gæsl­unni eða ekki.

Við telj­um að hér tali töl­urn­ar sínu máli. Til að mynda ef litið er til mis­notk­un­ar á lyfj­um og sjálfs­víga. Þar er fólk með kvíðarask­an­ir í sér­stök­um áhættu­hópi. Kvíði hefst oft snemma á lífs­leiðinni og mik­il­vægt að grípa börn strax. Við vit­um þetta öll en samt er staðan eins og hún er og það þykir okk­ur sorg­leg staðreynd og eins mik­il synd, segja þær Sig­ur­björg og Sól­ey.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert