Uppreisn í Sjálfstæðisflokknum

Styrmir Gunnarsson snéri upp á spurningu Páls Magnússonar spyrils og …
Styrmir Gunnarsson snéri upp á spurningu Páls Magnússonar spyrils og krafði hann um afstöðu gagnvart þriðja orkupakkanum. Skjáskot/K100.

„Ef verið væri að greiða atkvæði um upptöku á þriðja orkupakkanum á þinginu á morgun, myndi ég segja nei,“ sagði Páll Magnússon þáttastjórnandi í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. „Það er talsverður áherslumunur innan þingflokks Sjálfstæðismanna í þessu máli. Afstaða mín í þessu máli er í dag nei,“ sagði Páll.

Styrmir Gunnarsson, gestur þáttarins í dag og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fagnaði þessu svari Páls en hann krafði Pál um svör þessa efnis. Hann og Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra eru í Þingvöllum í dag að ræða meðal annars þriðja orkupakkann.

Páll spurði Styrmi hvort umræðan um orkupakkann væri vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Það er engin spurning að það er erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að horfa upp á það að grasrótin í flokknum sé algerlega á móti þessu máli. Forystusveitin er að einhverju leyti annarrar skoðunar og hefur tilhneigingu til þess að reyna að ýta þessu máli áfram og koma því í gegn,“ svaraði Styrmir.

„Ég held að það verði bara einhvers konar uppreisn innan flokksins ef það verður reynt að gera það,“ segir Styrmir. „Þingflokkurinn verður að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki leyft sér að keyra áfram í svona mikilli afstöðu við hinn almenna flokksmann.“

Hér má hlusta á þáttinn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka