BBC fjallar um Klausturmálið

Mótmælendur kröfðust taf­ar­lausra upp­sagna allra þeirra þing­manna sem komu að …
Mótmælendur kröfðust taf­ar­lausra upp­sagna allra þeirra þing­manna sem komu að „Klaust­urs-mál­inu“. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um­mæl­in sem þing­menn Miðflokks og Flokk fólks­ins létu falla á veit­ingastaðnum Klaustri 20. nóv­em­ber síðastliðinn og náðust á upp­töku hafa vakið at­hygli fyr­ir utan lands­steina og í dag birti breska rík­is­út­varpið ít­ar­lega um­fjöll­un um málið. 

Í frétt BBC er sagt frá því að ís­lensk­ir kjós­end­ur krefj­ist þess að þing­menn­irn­ir sex sem áttu í hlut segi af sér. Þá er bent á að Ísland hafi lengst af verið í far­ar­broddi þegar kem­ur að rétt­ind­um kvenna og að hér sé kona í embætti for­sæt­is­ráðherra.

Í frétt­inni seg­ir að ís­lenska þjóðin sé í áfalli og þá er sér­stak­lega fjallað um þegar þing­menn­irn­ir gerðu grín að Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manni, meðal ann­ars með því að herma eft­ir sel þegar Freyja barst í tal. Blaðamaður BBC ræðið við Bryn­dísi Snæ­björns­dótt­ur, formann Lands­sam­taka Þroska­hjálp­ar, þar sem hún seg­ir um­mæl­in um Freyju vera hat­ursorðræðu.

Minnst er á að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sé einn þeirra þing­manna sem sat á barn­um þetta kvöld og er stjórn­mála­saga hans og tengsl við Panama-skjöl­in rifjuð stutt­lega upp. Einnig er sagt frá af­sök­un­ar­beiðni Sig­mund­ar til Freyju sem tel­ur hana ekki full­nægj­andi þar sem beðist sé af­sök­un­ar en sam­tím­is reynt að hrút­skýra, efti­r­á­skýra og hrein­lega ljúga til um það sem átti sér stað.

Þá er einnig sagt frá mót­mæl­un­um sem hald­in voru á laug­ar­dag „í telfni af þeim yf­ir­gengi­legu for­dóm­um og mann­fyr­ir­litn­ingu sem hóp­ur þing­manna hafði frammi á fundi sín­um á Klaust­urs­barn­um í Templ­ara­sundi,“ eins og fram kom í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um mót­mæl­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka