„Það var ekki hægt að velja verri tíma“

Airport Associates er þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli.
Airport Associates er þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

„Þetta er auðvitað mjög erfitt og al­var­legt. Fólk streym­ir hingað til okk­ar að óska eft­ir upp­lýs­ing­um. Við erum að veita stuðning og upp­lýsa fólk um rétt sinn. Hvað ger­ist nú og fleira. Það eru ekki all­ir sem eru með þess­ar upp­lýs­ing­ar á hreinu, sér­stak­lega ekki er­lend­ir starfs­menn. Þeir eru ekki mjög fróðir um ís­lensk­an vinnu­markað.“ Þetta seg­ir Kristján Gunn­ars­son, formaður Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is.

237 starfs­mönn­um Airport Associa­tes, þjón­ustuaðila WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli, var sagt upp í síðustu viku. Þá var á ann­an tug sagt upp hjá WOW air og fleiri fyr­ir­tæki hafa sagt upp starfs­fólki vegna óvissu.

Eft­ir að fallið var frá kaup­um Icelanda­ir á WOW air í síðustu viku var til­kynnt að Indigo partners hygðist fjár­festa í flug­fé­lag­inu en aðeins hef­ur verið gert bráðabirgðasam­komu­lag á milli fé­lag­anna. Í til­kynn­ingu frá WOW air kom fram að von­ir stæðu til að hægt yrði að ganga frá kaup­un­um sem fyrst.

Blekið ekki þornað á ráðning­ar­samn­ing­um

Kristján seg­ir lang­stærst­an hluta þess hóps sem sagt hef­ur verið upp, vera fólk af Suður­nesj­um, eða allt að 99 pró­sent. „Flest­ir í fé­lag­inu hjá okk­ur,“ bæt­ir hann við. Um er að ræða bæði Íslend­inga og er­lenda starfs­menn, en fyr­ir­tæk­in hafa tölu­vert sótt vinnu­afl til Pól­lands, að sögn Kristjáns.

„Það sem er kannski sér­stakt í þessu er að mjög stór hluti af þess­um hópi var að fá fa­stráðningu, í októ­ber og nóv­em­ber, eft­ir að hafa verið í sum­ar­ráðningu. Blekið er ekki þornað á fa­stráðning­ar­samn­ingn­um þegar upp­sagn­ar­bréfið kem­ur.“

Kristján segir menn uggandi vegna stöðunnar og vonast til að …
Kristján seg­ir menn ugg­andi vegna stöðunn­ar og von­ast til að ein­hverj­ar upp­sagn­ir verði dregn­ar til baka. mbl.is/​G.Rún­ar

Kristján seg­ir alla fá sömu mót­tök­ur á skrif­stof­unni hjá þeim, en marg­ir hafi farið beint í að skrá sig á at­vinnu­leys­is­bæt­ur.

Hann seg­ir upp­sagn­irn­ar koma á versta tíma, rétt fyr­ir jól. „Fólk er að und­ir­búa jól­in, versla jóla­gjaf­ir og annað. Að fá svona upp­sagna­bréf er bara mikið áfall. Það var ekki hægt að velja verri tíma held­ur en þenn­an.“

Hann von­ast til að viðræður Indigo og WOW air gangi vel og að upp­sagn­irn­ar gangi til baka að ein­hverju leyti.

Stefn­ir aft­ur í Íslands­meist­ara­met í at­vinnu­leysi

„Þessi vika verður mjög af­drifa­rík í þess­ari sögu. Við höf­um í gegn­um árin fengið mjög mikið at­vinnu­leysi, en síðustu þrjú ár hafa verið okk­ur einkar hag­felld. Við höf­um ekki verið Íslands­meist­ar­ar í at­vinnu­leysi á þeim tíma, en það stefn­ir að við náum því meti aft­ur, því miður.“

Hvað sem verður, hvort sem ein­hverj­ar upp­sagn­ir verða dregn­ar eða ekki, eru menn ugg­andi vegna aug­ljóss sam­drátt­ar. WOW air fækkaði til að mynda um fjór­ar vél­ar í flota sín­um um dag­inn. Slíkt hef­ur mik­il áhrif, að sögn Kristjáns. „Það eru all­ir á tán­um. Ég ætla ekki að segja að ég kvíði næstu mánaðamót­um, en þá verður von­andi búið kalla sem mest af þess­um upp­sögn­um til. Hvernig sem þetta fer þá er kom­inn ákveðinn sam­drátt­ur. Það hef­ur áhrif þegar fjór­ar flug­vél­ar eru farn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka