Fundur forsætisnefndar Alþingis um háttsemi þingmanna á barnum Klaustri sem náðist á upptöku og hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla er hafinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær „fréttir af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum eru sláandi.“
Í forsætisnefnd sitja forseti Alþingis og varaforsetar, sjö talsins, auk tveggja áheyrnarfulltrúa. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að setja almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur gagnrýnt að hluta aðkomu nefndarinnar að málinu þar sem sumir sem urðu fyrir slæmu umtali eiga sæti í nefndinni, en Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er áheyrnarfulltrúi.