Leiklestur „beint af kúnni“

Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri segir að leikhúsið hafi viljað bregðast við …
Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri segir að leikhúsið hafi viljað bregðast við hlutverki sínu um að varpa ljósi á samfélagsleg málefni með því að leiklesa hluta úr samtölum þingmannanna sex á Klaustur í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta verður lesið eins og það kem­ur beint af kúnni,“ seg­ir Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins, um leik­lest­ur hluta af sam­tali þing­mann­anna á Klaustri 20. nóv­em­ber. Krist­ín seg­ir að með leik­lestr­in­um vilji leik­húsið sinna hlut­verki sínu að varpa ljósi á sam­fé­lags­leg mál­efni. Hægt verður að fylgj­ast með leik­lestr­in­um í beinni út­send­ingu á mbl.is. 

„Við mun­um ekki leggja túlk­un á orðin eða leika ölv­un eða slíkt, við telj­um að það sé sterk­ara að leyfa orðunum að standa eins og þau eru og mun­um flytja þetta eins og það kem­ur fyr­ir,“ seg­ir Krist­ín.  

Vilja af­hjúpa sam­talið með leik­lestr­in­um

Hug­mynd­in um að leik­lesa brot út sam­töl­un­um kom upp á föstu­dag. „Við fór­um að velta fyr­ir okk­ur hver ábyrgð lýðræðis­legra kjör­inna full­trúa er og við hugsuðum hvað myndi ger­ast ef text­inn yrði tek­inn og les­inn upp. Það myndi kannski af­hjúpa hann að ein­hverju leyti og við ákváðum strax að fá leik­kon­ur til þess að lesa því að það set­ur text­ann í annað sam­hengi,“ seg­ir Krist­ín.

Hún hafði sam­band við Berg Þór Ing­ólfs­son sem tók vel í verk­efnið sem og leik­ar­arn­ir.  „Það voru all­ir til í að gera þetta og það er auðvitað frá­bært þegar leik­húsið get­ur brugðist svona við, leik­húsið hef­ur auðvitað mjög djúp­ar ræt­ur í lýðræðinu og er ná­tengt því og okk­ur finnst þetta vera mik­il­vægt sam­fé­lags­legt hlut­verk sem krist­all­ast í þessu,“ seg­ir Krist­ín.  

40 blaðsíður af sam­ræðum þing­mann­anna

Leik­lest­ur­inn fer fram á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins og hefst klukk­an 20:30. Sem fyrr seg­ir mun Berg­ur Þór Ing­ólfs­son leik­stýra leik­lestr­in­um og leik­ar­ar eru Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir, Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir, Þór­unn Arna Kristjáns­dótt­ir og Hilm­ar Guðjóns­son.

Leik­hóp­ur­inn mun fara í gegn­um sam­talið í réttri tímaröð og flytja þá kafla sem hafa birst op­in­ber­lega og tel­ur hand­ritið um 40 blaðsíður. Að lestr­in­um lokn­um fara fram umræður með full­trú­um úr fræðasam­fé­lag­inu og fjöl­miðlum sem munu ræða um ábyrgð kjör­inna full­trúa og orðræðu síðustu daga.

Húsið opn­ar klukk­an 20 og er aðgang­ur á viðburðinn ókeyp­is á meðan hús­rúm leyf­ir en ef sal­ur­inn fyll­ist verður hon­um einnig streymt í for­sal húss­ins. Þá verður auk þess hægt að fylgj­ast með streymi frá viðburðinum hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka