Mikið flutt inn af jólatrjám

Skógarhöggsmaðurinn Helgi Gíslason með sögina á lofti í Heiðmörk.
Skógarhöggsmaðurinn Helgi Gíslason með sögina á lofti í Heiðmörk. mbl.is/Eggert

„Fjöl­breyti­leik­inn ræður. Jóla­tré sem eru frjáls­lega vax­in selj­ast vel og njóta ekki síður vin­sælda en þau sem hafa form­ast fal­lega og eru stíl­hrein,“ seg­ir Helgi Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Jóla­markaður fé­lags­ins í gamla Elliðavatns­bæn­um í Heiðmörk var opnaður um helg­ina og verður all­ar helg­ar fram til jóla. Marg­ir eru for­sjál­ir og bún­ir að kaupa jóla­tré, en þar nýt­ur nor­mannsþinur alltaf mestra vin­sælda.

Er áætlað að þin­ur­inn sé um 70% af söl­unni í Heiðmörk og greni­tré 30%. Af þeim 40.000 trjám sem seld eru á landsvísu fyr­ir hver jól eru ¾ inn­flutt­ir, aðallega frá Dan­mörku,“ seg­ir Helgi Gísla­son meðal ann­ars í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert